Febrúar hefur verið fullur af viðburðum hjá okkur í Safnahúsinu og viljum við byrja á þakka öllum þeim sem lagt hafa leið sína til okkar. Á föstudaginn var opnuð sýningin Hvað ungur nemur, gamall temur, sem er samstarfssýning á milli Grunnskólans í Borgarnesi og Safnahússins. Sýningarstjóri er Anna Sigríður Guðbrandsdóttir myndmenntakennari. Sýning er hugsuð til að búa til brú á milli kynslóða, þar sem unga kynslóðin fær að rýna í verk og kynnast betur stílum og verkum eldri listamanna. En auk verka úr Listasafninu er á sýningunni verk eftir nemendur Grunnskólans og meðan að sýningin stendur yfir bætist í þann hóp.

Börn hafa verið í forgrunni í starfi Safnahússins núna í febrúar eins og svo oft áður. Erum við með viðburði og afþreyingu í tengslum við vetrarfrí sem nú er, spilastund, bíó og fleira.

Myndamorgnar eru á sýnum stað og er næsti núna á föstudaginn 3. mars 10:00-12:00

Síðan en ekki síst rúlla myndir á skjá í holinu hjá okkur sem Þorleifur Geirsson (Tolli) hefur tekið af Borgarnesi og nágrenni á tímabilinu 2010 til 2022.

Það er því nóg um að vera hjá okkur í Safnahúsinu og eins og alltaf eru allir velkomnir.

Myndir frá sýningar opnun Hvað gamall temur, ungur nemur.

Tags:

Comments are closed