Byggðasafn Borgarfjarðar fær oft góðar gjafir sem tengast borgfirskri sögu og menningu. Í dag færði Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari safninu útskurðarmun eftir föðurbróður sinn Hallstein Sveinsson (1903-1995) sem var afar listhagur og sérstakur velgjörðarmaður Listasafns Borgarness. Um er að ræða útskorið egg sem var á sínum tíma gjöf til móður gefandans, Þóru Eyjólfsdóttur (1907-1993), sem var gift Sigurði Sveinssyni bróður Hallsteins eldra. Síðast var eggið í eigu Auðar Sigurðardóttur.

Útskorna eggið er opnanlegt og málað flikrótt. Það stendur á ferköntuðum útskornum stalli. Það ber höfundi sínum fagurt vitni og bætist nú í safn annarra muna sem Hallsteinn Sveinsson gerði og nafni hans færði safninu í desember 2011.

Categories:

Tags:

Comments are closed