Sýningu Birnu Þorsteinsdóttur lýkur næstkomandi föstudag, 19. desember. Margir hafa sótt sýninguna heim síðan hún var opnuð 22. nóvember og flestöll verkin eru þegar seld.
Um er að ræða merkan áfanga hjá Birnu sem myndlistarmanni því þetta er fyrsta einkasýningin sem hún heldur. Fólk er hvatt til að nýta sér þá daga sem eftir eru vikunnar til að skoða þessa fallegu sýningu.
 
Næsta myndlistarsýning verður svo opnuð 10. janúar næstkomandi. Þar verða sýnd verk eftir listakonuna Michelle Bird sem hefur sest að í Borgarnesi og sýnir verk sem eru innblásin af hughrifum frá staðnum sem hún er nýflutt í, umhverfi bæjarins og mannlífi.