Ársskýrsla Safnahúss fyrir árið 2012 er komin á vefinn, sjá hér til hliðar. Starfsemin var lífleg á árinu og fylgir þar menningarstefnu sveitarfélagsins þar sem áhersla er lögð á lifandi miðlun menningararfsins.

 

Starfsfólk hefur notið góðs af velvild fólks á árinu, ýmist í formi upplýsingagjafar eða fræðistarfa, gjafa og góðra óska og hlýhugar. Öllu þessu fólki er hér með þakkaður verðmætur stuðningur á árinu.  

 

Borgarfjarðarstofu og sveitarstjórn eru færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf og skarpa sýn á þau gildi sem hafa ber í heiðri við varðveislu og miðlun menningararfsins.