Í dag eru liðin 120 ár frá fæðingu Guðrúnar Jóhannsdóttur skáldkonu en hún ólst upp á bænum  Sveinatungu í Borgarfirði, dóttir hjónanna Jóhanns Eyjólfssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur. Árið 1915 fluttist fjölskyldan að Brautarholti á Kjalarnesi og kenndi Guðrún sig við þann bæ síðan, en taldi sig þó fyrst og fremst vera Borgfirðing. Eftir Guðrúnu komu út sex bækur á 20 ára tímabili frá 1927-1947, einkum ljóðabækur fyrir börn og fullorðna. Guðrún er þekktust fyrir fjölmargar þulur sínar en einnig má sjá mörg önnur form kveðskapar í bókum hennar.