Á næstunni verða sýndir á sjónvarpsskjá í Safnahúsi um 60 ára gamlir kvikmyndaþættir, bútar sem á sínum tíma voru teknir af Guðna Þórðarsyni (Guðna í Sunnu) að frumkvæði Borgfirðingafélagsins. Efnið er sýnt með góðfúslegu leyfi höfundar og fyrir tilstilli Óskars Þórs Óskarssonar verktaka og kvikmyndagerðarmanns í Borgarnesi.