Hér má sjá nokkra af um 50 þátttakendum í sumarlestrarverkefni Héraðsbókasafnsins fagna góðum árangri á uppskeruhátíð sumarlestrar í síðustu viku.

 

Héraðsbókasafnið er eitt fimm safna í Safnahúsi Borgarfjarðar og á síðasta ári komu þangað um átta þúsund gestir, bæði íbúar í héraðin en einnig ferðafólk og fólk sem á sumarbústaði á svæðinu. Þetta er í 4. sinn sem safnið stendur fyrir sumarlestri og er verkefninu stýrt af Sævari inga Jónssyni héraðsbókaverði.  Í þetta sinn var metþátttaka og voru tæplega sex hundruð bækur lesnar í sumar.  Kynjahlutfallið var nokkuð jafnt og sá árgangur sem las mest var 9 ára börn með 216 lesnar bækur.  Ekki er annað hægt að segja en að þetta sé glæsilegur árangur.