Laugardaginn 28.nóvember opnaði Snjólaug Guðmundsdóttir sýningu í Safnahúsi þar sem sýndur er vefnaður og flóki.  Sýningin ber nafnið ”Af fingrum fram” og hluti hennar er af sýningu sem Snjólaug hélt á Blönduósi árið 2008  til vors 2009 og bar sama nafn. Nokkru hefur þó verið bætt við sýninguna sem haldin er í Safnahúsinu nú.