Á degi íslenskrar tungu verður ljóðasýning nemenda fimmtu bekkja opnuð klukkan 16:30 í Safnahúsi Borgarfjarðar. Um er að ræða frumsamin ljóð og myndskreytingar nemenda í grunnskólum Borgarbyggðar og þar sem um fámennari skóla er að ræða taka einnig nærliggjandi bekkir þátt.

 

Jafnframt og af sama tilefni verður þennan dag opnuð lítil sýning á verkum Halldóru B. Björnsson rithöfundar frá Grafardal en hún hefði orðið hundrað ára á þessu ári. Halldóra var í hópi átta systkina frá Grafardal sem öll ortu ljóð, og út hafa komið ljóðabækur eftir sex þeirra.  Halldóra skrifaði einnig nýstárlegar smásögur en hvað þekktust er hún kannski fyrir þýðingu sína á Bjólfskviðu sem kom út að henni látinni 1983. 

 

Sýningarnar verða báðar uppi fram til jóla.