10 nemendur Grunnskólans í Borgarnesi komu í heimsókn í Safnahúsið síðastliðinn fimmtudag, ásamt kennara sínum Guðmundu Ólöfu Jónasdóttur. Þessar heimsóknir verða fastir liðir í kennslu Guðmundu í vetur og kemur nýr hópur í heimsókn í hverjum mánuði. Þau skoðuðu litla sýningu á steinum og dýrum Náttúrugripasafnsins og leystu verkefni með. Við þökkum fyrir heimsóknina og hlökkum til að fá næsta hóp.