Á morgun, miðvikudaginn 25. júlí kl. 14:00 verður  svakamálaleikritið Mæja Spæja eftir Herdísi Egilsdóttur frumflutt víða í bókasöfnum landsins í samvinnu Útvarpsleikhússins og bókasafnanna.  Leikritið er ætlað börnum og unglingum.  Um er að ræða fyrstu tvo þætti verksins en leikritið sem er í níu þáttum verður flutt í heild sinni á Rás eitt í byrjun ágúst alla virka daga nema föstudaga.  Af þessu tilefni verður einnig efnt til litasamkeppni og Mæju spæju blöðrur verða á staðnum.                                             Krakkar, mætum öll á morgun og höldum gleðilegan Mæju spæju dag á bókasafninu!