Eins og áður hefur verið frá sagt er Safnahús í samvinnu við Tónlistarskóla Borgarfjarðar um sérverkefni þar sem nemendur vinna með þuluformið í tónlistarsköpun. Til grundvallar liggja ljóð eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Sveinatungu (kenndi sig við Brautarholt á Kjalarnesi) en hún vann mikið með þuluformið. Verkefninu lýkur með tónleikum í nóvember næstkomandi, þar sem nemendur sýna afrakstur vinnu sinnar. Í gær fékk Safnahús góða heimsókn þar sem var Ingibjörg Bergsveinsdóttir dóttir Guðrúnar ásamt dóttur sinni, tengdasyni og barnabörnum.  Var m.a. rætt um þuluverkefnið og hyggst Ingibjörg sækja tónleika Tónlistarskólans þegar þar að kemur.

Ljósmynd: Hákon Sigursteinsson, Ingibjörg Bergsveinsdóttir og Berglind Magnúsdóttir ásamt tveimur dætrum Berglindar og Hákons. 

 

(Guðrún Jónsdóttir).

Categories:

Tags:

Comments are closed