Tvö af barnabörnum sr. Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka og Sigríðar Pétursdóttur konu hans komu í Safnahús í dag til að skoða sýninguna um afa sinn. Þetta voru Áslaug og Magnús Ásmundsbörn, en foreldrar þeirra voru Steinunn Magnúsdóttir frá Gilsbakka og Ásmundur Guðmundsson biskup.

 

Af barnabörnum Magnúsar (1845-1922) og Sigríðar(1860-1917) eru níu á lífi. Hafa þau nú öll komið í Safnahús til að sjá sýninguna, sem var opnuð í maí s.l. Slíkur stuðningur er mikilvægur í því starfi sem fer fram í Safnahúsi.

Ljósmynd: Magnús og Áslaug Ásmundsbörn, myndin er tekin í sýningarsalnum. Myndataka: Guðrún Jónsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed