Í Safnahúsi hefur verið sett upp ný sýning, í þetta sinn á mannamyndum eftir ýmsa listamenn. Myndunum er stillt upp í anddyri bókasafnsins. Þær eru valdar af handahófi úr safnkosti Listasafns Borgarness, en stærstur hluti þess er upphaflega kominn til sem rausnargjöf Hallsteins Sveinssonar til Borgnesinga árið 1971.  

Þess má geta að í september n.k. verður sett upp minningarsýning um Hallstein og Ásmund bróður hans, en þeir eiga báðir stórafmæli á árinu 2013.

 

Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafns og stendur til 15. janúar 2013.

 

Ljósmyndin er af teikningu eftir Gunnar J. Guðjónsson og var hún unnin 1972 með svartkrít. Fyrirmyndin er Ragna í Möðrudal.

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed