Hér má sjá helstu viðburði í Safnahúsi á árinu 2019, með fyrirvara um breytingar. Eins og sést koma margir aðilar að þessari fjölbreyttu dagskrá og er það samstarf tilhlökkunarefni.

2019
10. janúar (fi) kl. 10.00                      Myndamorgunn
10. janúar (fi) kl. 19.30                      Fyrirlestur: Marín Guðrún Hrafnsdóttir
14. febrúar (fi) kl. 10.00                    Myndamorgunn
14. febrúar (fi) kl. 19.30                    Fyrirlestur: Þóra Elfa Björnsson
14. mars (fi) kl. 10.00                        Myndamorgunn
14. mars (fi) kl. 19.30                        Fyrirlestur: Ástráður Eysteinsson
16. mars (lau) kl. 13.00                     Sýningaropnun: Josefina Morell
13. apríl (lau) kl. 13.00                      Sýningaropnun: Snjólaug Guðmundsdóttir
25. apríl kl. 15.00                               Að vera skáld og skapa – tónleikar, Tónlistarskóli Borgarfjarðar
18. maí (lau) kl. 13.00                       Opnun sýningar úr Hallsteinssafni. 
08. ágúst (fi) kl. 19.30 (Plan-B)      Fyrirlestur: Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
12. september (fi) kl. 10.00              Myndamorgunn
12. september (fi) kl. 19.30               Fyrirlestur: Sigurjón Einarsson
28. sept. (lau)   kl. 13.00                     Sýningaropnun: Anna Björk Bjarnadóttir
03. október (fi) kl. 10.00                   Myndamorgunn
02. nóv. (lau) kl. 13.00                       Opnun sýningar á dýrgripum úr Pálssafni (til 31. des.). Sýningarstjórn: Sverrir Kristinsson
14. nóv. (fi) kl. 10.00                          Myndamorgunn
23. nóv. (lau) kl. 13.00                       Sýningaropnun: Ingibjörg Huld Halldórsdóttir o.fl.

Myndamorgnar eru á vegum Héraðsskjalasafnsins.

Einnig á dagskrá ársins: Alþjóðlegi safnadagurinn, bókasafnsdagurinn og norræni skjaladagurinn, Sumarlestur, örsýningar og fleira.  Sjá nánar um einstaka viðburði hverju sinni: www.safnahus.is.

Ljósmynd með frétt: Umræður að loknum fyrirlestri Guðrúnar Bjarnadóttur náttúrufræðings um jurtalitun (janúar 2018). Í baksýn eru málverk Guðrúnar Helgu Andrésdóttur en sýning eftir hana var opnuð 6. janúar 2018 og stóð fram í byrjun mars. Myndataka: Guðrún Jónsdóttir.

Viðburðir Safnahúss á árinu eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.