Í Safnahúsi er  á neðstu hæð sýningin Ævintýri fuglana þar sem gefur að líta fugla af náttúrugripasafninu. Í stigagangi upp á 2. hæð er lítið ófermlegt sýningarrými sem notað er fyrir litlar innsetningar og óformlegri sýningar. Á efri hæð er Hallsteinssalur megin sýningarrýmið og er hann nefndur svo til heiðurs Hallsteini Sveinssyni velgjörðarmanni Borgarness sem gaf þangað verðmætt listasafn sitt um 1970.  Í Hallsteinssal eru tímabundnar sýningar sem tengjast starfssvæði Safnahúss, bæði lista- og minjasýningar.

Ljósmynd: Sýningin 353 andlit, ljósmyndir Helga Bjarnasonar blaðamanns. Sýningin var opnuð í júní 2020.