Borgfirðingafélagið í Rvk

Borgfirðingafélagið í Reykjavík var stofnað 12. desember árið 1945 og starfaði af miklum krafti um áratuga skeið.  Á starfstíð sinni komu félagsmenn að ýmsum framfaramálum sem héraðið býr að enn í dag, ekki síst í starfsemi Byggðasafns og Sögufélags Borgarfjarðar. Í Safnahúsi er búið að setja helstu upplýsingar um félagið niður á blað í minningu fólksins sem þar starfaði. 

Ljósmynd efst (Guðrún Jónsdóttir): Baula í Borgarfirði,  Grábrókarhraun í forgrunni.
Ljósmynd til hliðar: fyrsta fundargerð stjórnar.