Þúsundir ljósmynda eru varðveittar í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Verið er að skrá þær á www.sarpur.is þar sem hægt er að setja inn leitarorð og einnig leita að ljósmyndum frá öðrum söfnum. Árlega er nokkurt magn ljósmynda skráð en margra ára verkefni er framundan við að skrá allan safnkostinn. Fyrirspurnir um ljósmyndir í eigu safnsins sendist til héraðsskjalavarðar: skjalasafn@safnahus.is