Ljósmyndasamkeppni 2017
Borgarnes átti 150 ára afmæli árið 2017. Af því tilefni efndi Safnahús (Héraðsskjalasafn) til samkeppni um ljósmyndir frá bænum.
Markmiðið með samkeppninni var söfnun sjónrænna samtímaheimilda.
Tímabil myndatöku var 21. apríl – 31. október 2016 og var myndum skilað fyrir 7. nóvember 2016.
Dómnefnd valdi þrjár myndir sem hljutu 1. – 3. verðlaun, en hins vegar 25-6 myndir sem voru sýndar í Safnahúsi 14. janúar og fram til 10. mars 2017. Fyrstu verðlaun voru ljósmyndavörur frá Beco. Valinn hluti innsendra mynda varð hluti safnkosts Héraðsskjalasafnsins að lokinni keppni með samþykki myndhöfunda.
Ljósmynd: Hús við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi, byggð á 7. áratug síðustu aldar. Oft kölluð tíkallahús því þau voru byggð af tíu iðnaðarmönnum sem skiptust gjarnan á vinnuframlagi. Húsin eru sem sagt fimm talsins, tvær íbúðir í hverju. Myndataka: Guðrún Jónsdóttir.