Ljósmyndasamkeppni 2017

Borgarnes átti 150 ára afmæli árið 2017. Af því tilefni efndi Safnahús (Héraðsskjalasafn) til samkeppni um ljósmyndir frá bænum.

Markmiðið með sambeco_logo_jpgkeppninni var söfnun sjónrænna samtímaheimilda. 

Tímabil myndatöku var 21. apríl – 31. október 2016 og var myndum skilað fyrir 7. nóvember 2016. 

Dómnefnd valdi þrjár myndir sem hljutu 1. – 3. verðlaun, en hins vegar 25-6 myndir sem voru sýndar í Safnahúsi 14. janúar og fram til 10. mars 2017. Fyrstu verðlaun voru ljósmyndavörur frá Beco. Valinn hluti innsendra mynda varð hluti safnkosts Héraðsskjalasafnsins að lokinni keppni með samþykki myndhöfunda.  

 

Ljósmynd: Hús við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi, byggð á 7. áratug síðustu aldar. Oft kölluð tíkallahús því þau voru byggð af tíu iðnaðarmönnum sem skiptust gjarnan á vinnuframlagi.  Húsin eru sem sagt fimm talsins, tvær íbúðir í hverju.  Myndataka: Guðrún Jónsdóttir.