Grunnsýningar

Grunnsýningar safna standa árum og oft áratugum saman ef vel tekst til.  Grunnsýningar Safnahúss eru tvær, Börn í 100 ár sem sett var upp vorið 2008 og Ævintýri fuglanna sem var opnuð í apríl 2013. Báðar eru þær hannaðar af lista- og handverksmanninum Snorra Frey Hilmarssyni og eru á neðri hæð Safnahúss. Hafa sýningarnar báðar hlotið lof fyrir listræna og hugkvæma framsetningu menningarfsins og henta einkar vel til safnfræðslu.

Ljósmynd: andarungi á sýningunni Ævintýri fuglanna. Myndataka: Guðrún Jónsdóttir.