Á árinu 2018 var þess minnst í Safnahúsi að 100 ár voru liðin frá því þjóðin öðlaðist fullveldi, þann 1. desember 2018. Var þetta gert í samvinnu við afmælisnefnd um fullveldi Íslands í samvinnu við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur framkvæmdastjóra hennar. Verkefni Safnahúss fólst í tónleikum sem haldnir voru ásamt Tónlistarskóla Borgarfjarðar undir verkefnisheitinu Að vera skáld og skapa. Voru tónleikarnir haldnir á sumardaginn fyrsta 2018 að viðstöddu fjölmenni. Til grundvallar lágu valin borgfirsk ættjarðarljóð frá ýmsum tímum. Voru þau prentuð í hefti sem má sjá með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:
Fullveldisljóð 2018 – Að vera skáld og skapa
Mynd frá tónleikunum 2018 þar sem nemendur skólans fluttu verk sem þau höfðu samið við ljóð úr heftinu.
Myndataka: Jóhanna Skúladóttir.