Sýningin Börn í 100 ár hefur nú verið opnuð í Safnahúsi og verður opin alla daga í sumar frá kl. 13–18.

 

Þar má sjá sögu barna á Íslandi síðustu 100 árin, í skemmtilegu samhengi við gamla muni frá sama tímabili.

Sýningin hentar bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Hún er óvenjuleg að því leyti að hún er gagnvirk, þ.e. gestir opna sýningarveggina eins og jóladagatal.

 

Á svæðinu er gömul baðstofa með tilheyrandi munum og sjá má herbergi nútímaunglingsins sem innréttað hefur verið af IKEA á Íslandi.  Ennfremur er fyrir hendi sérstakt bókarými þar sem gestir geta sest niður og gluggað í þær bækur sem börn í landinu hafa lesið í gegn um tíðina. sýningin hefur hlotið einróma lof þeirra sem hana hafa sótt.

 

Góð aðstaða er á staðnum til móttöku hópa, sýningin er á jarðhæð og aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott.

 

Ferðin um sýninguna tekur á bilinu 30-60 mín eftir hraða  hvers og eins.

 

Bókanir í síma 430 7200 eða með tölvupósti á netfangið safnahus@safnahus.is

 

Aðgangur er 500 kr, en 300 fyrir eldri borgara og öryrkja.  Ókeypis er fyrir börn upp að 16 ára aldri.  Fastagjald er fyrir hópa (kr. 5.000) og óskað er eftir að látið sé vita fyrirfram um komu þeirra á staðinn svo móttaka þeirra verði eins og best verður á kosið.

 

Nánari upplýsingar má sjá í bæklingi um sýninguna með því að smella hér.

 

Ljósmynd með frétt:  Elín Elísabet Einarsdóttir

 

Categories:

Tags:

Comments are closed