Börn í 100 ár

Sýningin Börn í 100 ár var stofnsett árið 2008 í anda menningarstefnu Borgarbyggar og hefur áunnið sér sess sem sjálfstætt listaverk hönnuðar síns, Snorra Freys Hilmarssonar. Viðfangsefnið er saga þjóðarinnar á 20. öld og horft er sérstaklega til lífs og umhverfis barna. Vegna sterkra listrænna áhrifa sýningarinnar er ávallt veitt stutt leiðsögn í upphafi skoðunar. Aðgengi: gott og hægt er að taka á móti allt að 100 manns í einu, kjörstærð er þó 30-50 manns. Óskað er eftir að látið sé vita sérstaklega af komu hópa svo nægilega sé mannað til móttöku, sjá nánar undir pantanir fyrir hópa hér á síðunni.

Sýningin hentar jafnt fyrir börn sem fullorðna og jafnt fyrir Íslendinga sem erlenda ferðamenn. Bæklingar liggja frammi á íslensku, ensku, þýsku og frönsku.

Aðgengi er afar gott, gengið er inn á jarðhæð og hjólastólar komast vel um svo dæmi sé tekið.

Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir.