Verkefnisstjóri
Safnahús Borgarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um starf verkefnisstjóra. Stofnunin fylgir menningarstefnu Borgarbyggðar. Þar eru unnin fræðastörf á sviði byggðasögu, skjala- og bókasafnsfræða, svo og myndlistar og náttúrufræða. Gestamóttaka og fræðsla til ungmenna er ríkur þáttur í starfseminni, svo og miðlun í formi sýninga og útgáfu.
Verkefnisstjóri vinnur fjölbreytt störf s.s. við móttöku, flokkun og skráningu muna/skjala, rannsóknir og heimildaöflun. Hann annast eftirlit með safngripum, tiltektir, flutninga gripa/gagna o.fl. Einnig tilfallandi verkefni s.s. móttöku gesta, sýningavörslu og afgreiðslu á bókasafni. Unnið er skv. starfslýsingu.
Helstu menntunar- og hæfniskröfur
Grunnháskólamenntun sem nýtist í starfi.
Góð samskiptahæfni og þægilegt viðmót.
Hæfileiki til að vera hluti af teymi.
Skipulagshæfileikar, nákvæmni, þjónustulund.
Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti. Fleiri tungumál kostur.
Þekking á helstu tölvuforritum.
Áhugi á menningarstarfi og sköpunarkraftur.
Frumkvæði og sjálfstæði.
Reynsla af safnastarfi og þekking á starfssvæði Safnahúss æskileg.
Reynsla af því að vinna með börnum er kostur.
Menningarstefna Borgarbyggðar er leiðarljós starfseminnar og í starfsmannamálum eru gildin virðing, áreiðanleiki og metnaður höfð í heiðri skv. starfsmannastefnu sveitarfélagsins.
Umsóknarfrestur er til 4. apríl n.k. og er starfið auglýst til eins árs til að byrja með, með líkum á framtíðarráðningu. Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til forstöðumanns Guðrúnar Jónsdóttur á netfangið gudrunj@borgarbyggd.is.
Uppfært: Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir var ráðin í starfið og hóf hún störf 15. júní 2019.