Sýningar 2016

Leikið með strik og stafi.  Bjarni Guðmundsson 21. nóvember 2015 – 20. janúar 2016.  
Norðurljós. Ómar Örn Ragnarsson 23. janúar – 29. febrúar.
Beloved Borgarnes. Michelle Bird 5. mars – 8. apríl.
Refir og menn. Sigurjón Einarsson 21. apríl – 11. nóvember.
Ljós og náttúra Vesturlands. Jón R. Hilmarsson 19. nóvember – 31. desember 2016.

Ennfremur:

Börn í 100 ár – grunnsýning, hönnun Snorra Freys Hilmarssonar. Saga Íslands í ljósmyndum og munum, mikil upplifun að skoða.
Ævintýri fuglanna – grunnsýning, hönnun Snorra Freys Hilmarssonar. Í Safnahúsi er vandað fuglasafn sem hér er stillt upp á listrænan og hugvekjandi hátt.
Pourquoi pas – minningarsýning um strand franska rannsóknaskipsins við Mýrar árið 1936. Sýningin er hönnuð af Heiði Hörn Hjartardóttur og er í stigauppgangi Safnahúss.
Jakob á Varmalæk – veggspjaldasýning á stigapalli.

Sýningar Safnahúss henta öllum aldurshópum og jafnt innlendum sem erlendum gestum. Sjá nánar undir hópamóttaka hér annars staðar á síðunni.

Verið velkomin!

Ljósmynd: franskir ferðalangar skoða sýninguna um Pourquoi pas, þar kemur franska þjóðhetjan Charcot við sögu.
Myndataka: Guðrún Jónsdóttir.