Fimmtudagur 7. desember
„Þekkir þú myndina?“  Fimmtudaginn 7. desember kl. 10.30 verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafnsins. Sýndar verða  ljósmyndir víða að úr héraðinu og gestir beðnir að greina óþekktar myndir. Heitt verður á könnunni.  Viðburðurinn er í Hallsteinssal á efri hæð Safnahúss og lýkur kl. 11.45.

Föstudagur 8. desember
Þann dag verður lengd opnun í Safnahúsi í tilefni aðventu og boðið upp á dagskrá. Bókasafnið verður opið til 20.00 og þá hefst frásögn Gunnlaugs A. Júlíussonar af þátttöku hans í um 400 km hlaupi á Bretlandi fyrir nokkrum árum. Gunnlaugur er eins og kunnugt sveitarstjóri Borgarbyggðar, en einnig þekktur afrekshlaupari. Hefur hann tekið þátt í fjölmörgum langhlaupum, m.a. Thames Ring hlaupinu í London árið 2013 sem jafngildir tíu maraþonhlaupum. Húsið verður opið til 21.00 þetta kvöld og boðið verður upp á kaffisopa og konfekt, aðgangur ókeypis. Safnahús hefur gefið út sérstakt bókamerki í tilefni dagsins og er það gert í minningu tveggja einstaklinga sem báðir eru látnir, Jóns Guðmundssonar (1901-1957) og Bjarna Valtýs Guðjónssonar sem lést 2013.

Þess má að lokum geta að fljótlega eftir áramót verður opnuð ný sýning í Safnahúsi, myndlistarsýning Guðrúnar Helgu Andrésdóttur.  Þar sýnir Guðrún verk af ýmsu tagi og verður sýningin opnuð kl. 13.00 laugardaginn 6. janúar 2018.

 

Ljósmynd með frétt:  Óþekktar stúlkur. Mynd: Guðrún Jónsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed