Safnahús og Tónlistarskóli Borgarfjarðar stóðu fyrir tónleikum á sumardaginn fyrsta,  þar sem nemendur skólans fluttu frumsamin verk sín við ljóð Halldóru B. Björnsson. Verkefnið var stutt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Það hefur verið í undirbúningi síðan í september s.l. og hafa nemendurnir sett orð í tóna undir handleiðslu kennara sinna.  Fjölmenni var á tónleikunum og tala myndirnar sínu máli.

Um þessar mundir eru liðin 110 ár frá fæðingu Halldóru B. Björnsson.  Voru fulltrúar fjölskyldu hennar viðstaddir tónleikana, m.a. dóttir hennar Þóra Elfa Björnsson sem var Safnahúsi innan handar við val á ljóðum í ljóðahefti og formála að því.  Hefur hún áður komið að ýmsum fræðiverkefnum fyrir Safnahús.

Þetta er í fimmta sinn sem Safnahús og Tónlistarskóli vinna saman að verkefninu sem ber vinnuheitið „Að vera skáld og skapa“  og felst í að miðla bókmenntaarfinum og hvetja til listsköpunar  ungs fólks samkvæmt menningarstefnu Borgarbyggðar.  Áður hafa þessi skáld verið til umfjöllunar:   Guðrún Jóhannsdóttir (1892-1970), Guðrún Halldórsdóttir (1848-1930), Sigríður Helgadóttir (1884-1977). Valdís Halldórsdóttir (1908-2002), Guðrún Halldórsdóttir yngri (1912-2006), Guðmundur Böðvarsson (1904-1974) og Snorri Hjartarson (1906-1986).

Eru öllum hlutaðeigandi færðar bestu þakkir fyrir alla þá vinnu sem lá að baki þessari fallegu stund í upphafi sumars.

Categories:

Tags:

Comments are closed