Sýningar 2017

Börn í 100 ár – grunnsýning, hönnun Snorra Freys Hilmarssonar. Saga Íslands í ljósmyndum og munum, mikil upplifun að skoða.

Ævintýri fuglanna – grunnsýning, hönnun Snorra Freys Hilmarssonar. Í Safnahúsi er vandað fuglasafn sem hér er stillt upp á listrænan og hugvekjandi hátt.

Pourquoi pas – minningarsýning um strand franska rannsóknaskipsins við Mýrar árið 1936. Sýningin er hönnuð af Heiði Hörn Hjartardóttur og er í stigauppgangi Safnahúss.

Jakob á Varmalæk – veggspjaldasýning á stigapalli. Hönnun: Heiður Hörn Hjartardóttir.

Tíminn gegnum linsuna – sýning á jósmyndum frá Borgarnesi eftir fjóra ljósmyndara: Theodór Kr. Þórðarson, Júlíus Axelsson, Einar Ingimundarson og Friðrik Þorvaldsson. Sýningin er sett upp í tilefni af 150 ára afmæli Borgarness en forsendur fyrir byggð mynduðst þar fyrst þegar staðurinn fékk verslunarleyfi 22. mars árið 1867. Hönnun sýningarinnar annaðist Heiður Hörn Hjartardóttir og textagerð og val á ljósmyndum var í höndum Heiðars Lind Hanssonar sagnfræðings. Sýningin stendur út afmælisárið 2017.

Sýningar Safnahúss henta öllum aldurshópum og jafnt innlendum sem erlendum gestum.

Sjá nánar undir opnunartímar og hópamóttaka hér annars staðar á síðunni.

Verið velkomin!

Ljósmynd: gestir skoða sýninguna Tíminn gegnum linsuna.