Laugardaginn 14. janúar verður opnuð ný ljósmyndasýning í Safnahúsi og hefur hún hlotið heitið Spegill samfélags.  Aðdragandi hennar er  nokkuð langur, hann hófst í ársbyrjun 2016 þegar kallað var eftir ljósmyndum frá almenningi sem teknar skyldu það ár. Myndefnið skyldi vera Borgarnes í tilefni af væntanlegu 150 afmæli bæjarins (1867-2017).  Margir sendu inn myndir og á sýningunni má sjá 26 þeirra. Mun fleiri myndir bárust í keppnina og eru ljósmyndurunum öllum færðar bestu þakkir fyrir innsent efni.

Allar myndirnar verða skráðar í safnkost Héraðsskjalasafns með góðfúslegu leyfi höfunda enda felst í slíkum myndum mikið heimildagildi um mannlíf og umhverfi Borgarness. 

Í dómnefnd um val á þremur bestu myndunum og 26 sýningarmyndum voru þau Þorkell Þorkelsson, Heiður Hörn Hjartardóttir og Kristján Finnur Kristjánsson. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir góð störf. Beco ehf gefur fyrstu verðlaun.

Ljósmyndarar sýningarmynda eru þessir:

Ágúst Ágústsson  Borgarnesi
Björn Bjarki Þorsteinsson  Borgarnesi
Halldór Óli Gunnarsson  Borgarnesi
Jóhann Snæbjörn Traustason  Borgarnesi
Michelle Bird  Borgarnesi
Maria del Carmen Ramirez Espinosa  Borgarnesi
Ragnar Gunnarsson  Borgarnesi
Sigrún Haraldsdóttir  Ytri-Njarðvík
Sonja L. Estrajher Eyglóardóttir  Borgarnesi
Sunna Gautadóttir  Borgarnesi
Vernharður Atli Hjaltested  Akranesi
Theodóra Þorsteinsdóttir  Borgarnesi

Hönnuður sýningarinnar er Heiður Hörn Hjartardóttir, smíði annaðist Hannes Heiðarsson og prentun myndanna fór fram hjá Tækniborg. Framköllunarþjónustan annaðist veggspjaldaprentun og Guðrún Jónsdóttir sýningarstjórn.

Á opnunardaginn verður sýningin opin 13.00 – 16.00 og eftir það alla virka daga 13.00 – 18.00 eða á öðrum tímum eftir samkomulagi.

 

Ljósmynd: Borgarnes í árdaga. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed