Sérsýningar

Á hverju ári eru haldnar nokkrar tímabundnar sýningar í Hallsteinssal (nefndur eftir Hallsteini Sveinssyni) á efri hæð Safnahúss. Árið 2016 sýna eftirtaldir:

Bjarni Guðmundsson
Ómar Örn Ragnarsson 23. janúar – 29. febrúar
Michelle Bird 5. mars – 8. apríl
Sigurjón Einarsson 21. apríl – 11. nóvember
Jón R. Hilmarsson 19. nóvember – 31. desember

Myndin hér að ofan er frá minningarsýningu um Hallstein sem haldin var árið 2013. Þar má sjá tvö myndverk af Hallsteini, til vinstri er andlit hans, mótað af Ragnari Kjartanssyni og til hægri sér Páll Guðmundsson á Húsafelli Hallstein fyrir sér með listagyðjunni.

Sýningar í Hallsteinssal árið 2017 verða helgaðar 150 ára afmæli Borgarness og árið 2018 eru þrír sýnendur úr héraði komnir á blað, nánari upplýsingar síðar.

Ljósmynd:Guðrún Jónsdóttir.