Meðal nýrra bóka sem keyptar hafa verið að undanförnu á bókasafnið er ný bók Dr. Guðmundar Eggertssonar en hann er fæddur árið 1933 og er alinn upp á Bjargi í Borgarnesi.  Bókin ber heitið Rök lífsins og þar er sagt frá nokkrum brautryðjendum líffræðinnar, sérstaklega á sviði erfðafræði.  Guðmundur var lengi prófessor í líffræði við Háskóla Íslands og vann að rannsóknum á sameindaerfðafræði. Hann hefur verið nefndur faðir erfðafræðinnar á Íslandi.  Rök lífsins er fjórða bók Guðmundar á sínu fræðasviði en einnig hefur hann skrifað fjölda greina í tímarit. 

Bókin er 192 síður, í mjúku bandi. Það er hið nýja og vaxandi forlag Benedikt sem gefur hana út. Hönnun kápunnar var í höndum Ólafs Unnars Kristjánssonar. 

Ljósmyndir með frétt: (GJ): a: Guðmundur Eggertsson kynnir bók sína Ráðgátu lífsins í Safnahúsi fyrir fjórum árum. b: forsíða nýju bókarinnar.

Categories:

Tags:

Comments are closed