Safnahús

Dagur íslenskrar tungu

Ríkisstjórn Íslands ákvað haustið 1995 að 16. nóvember ár hvert yrði dagur íslenskrar tungu. Var dagurinn valinn vegna þess að hann er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls á þessum degi og beinir þar með athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. Í Safnahúsi er dagsins minnst með uppstillingu höfundarverka handhafa verðlauna Jónasar Hallgrímssonar á Héraðsbókasafninu. Auk þess er hér birt fallegt kvæði Snorra Hjartarsonar skálds er vísar til arfleifðar Jónasar og ber heitið Jónas Hallgrímsson. Snorri Hjartarson var fæddur á Hvanneyri og bjó í Borgarfirði fram á unglingsár, á Ytri Skeljabrekku og í Arnarholti. Sem ungur maður bjó hann um skeið í Noregi þar sem hann lagði m. a. stund á myndlist. Hann kom heim árið 1936 og var bókavörður á Borgarbókasafninu í Reykjavík.  Snorri samdi eina skáldsögu á norsku á meðan hann dvaldi í Noregi en heima á Íslandi var hann þekktur sem ljóðskáld en hann gerði líka eitthvað af því að þýða ljóð. Hann vandaði mjög til verka í ljóðagerð sinni og eftir hann liggja aðeins fjórar ljóðabækur.  Í ljóðum Snorra má oft finna fallega liti sem hann málar með orðum. Annað…

Aukaopnun á laugardaginn

Næstkomandi laugardag, 10. nóvember, verður aukaopnun í Safnahúsi kl. 13.00 – 15.00, þar sem Helgi Bjarnason sýningarstjóri veitir leiðsögn um sýninguna um Hvítárbrúna. Sýningin var opnuð að viðstöddu fjölmenni á 90 ára afmælisdegi brúarinnar 1. nóvember síðastliðinn. Þar flutti Helgi ávarp auk Baldurs Þórs Þorvaldssonar sem talaði fyrir hönd Vegagerðarinnar, sem er samstarfsaðili Safnahúss um verkefnið. Hvítárbrúin á sér merka byggingarsögu og gegndi veigamiklu hlutverki í samgöngum á Íslandi í rúma hálfa öld.  Hún þykir einnig sérstaklega fallegt mannvirki og  prýðir nú héraðið sem innansveitarleið eftir að Borgarfjarðarbrúin var tekin í notkun um 1980. Verkefnið hefur verið í undirbúningi frá því fyrir um tveimur árum og var það að frumkvæði Helga sem samið hefur allan texta og valið ljósmyndir. Verkefni Safnahúss taka ævinlega sterkt mið af því menningarsamfélagi sem húsið starfar í, en starfssvæðið nær allt frá Hvalfirði og vestur að Haffjarðará.  Oft er unnið með einstaklingum af svæðinu um efni sem þeir þekkja vel til og er framlag Helga gott dæmi um slíka samvinnu.  Heiður Hörn Hjartardóttir er hönnuður sýningarinnar sem er hluti af dagskrá Menningararfsárs Evrópu í samvinnu við Minjastofnun Íslands. Þess má geta að Borgarbyggð átti í ár í gegnum starfsemi Safnahúss einnig þátt í landsdagskrá Fullveldisafmælis Íslands og…

Hvítárbrúin 90 ára

Fimmtudaginn 1. nóv. kl. 19.30 verður opnuð í Hallsteinssal sögusýning um Hvítárbrúna við Ferjukot, enda fór vígsla hennar fram þennan sama dag árið 1928. Sýningarstjóri er Helgi Bjarnason frá Laugalandi í Stafholtstungum og hefur hann annast stærstan hluta faglegs undirbúnings. Verkefnið kom fyrst til tals í febrúar 2017, að frumkvæði Helga. Um er að ræða veggspjaldasýningu með fróðleik og fjölda ljósmynda. Starfssvæði Safnahús nær allt frá Hvalfirði og vestur að Hítará. Verkefni hússins taka sterkt mið af því menningarsamfélagi sem þar er og þaðan kemur.  Þannig koma einstaklingar gjarnan beint að miðlun þekkingar um efni sem þeir þekkja vel til.  Samstarfið við Helga Bjarnason er dæmi um þetta og einnig mætti nefna sýninguna Gleym þeim ei (2015). Að þessu sinni er Hvítárbrúin viðfangsefnið enda á hún sér stað í hjarta fólks og gildi hennar fyrir svæðið á sínum tíma var óumdeilt.  Hvítá er með straumharðari vatnsföllum á Íslandi og brú yfir hana á sínum tíma skipti sköpum í samgöngum. Hönnun brúarinnar og smíði voru afrek miðað við þá verktækni sem þá var til staðar og hún þykir með fallegri mannvirkjum. Heiður Hörn Hjartardóttir er hönnuður sýningarinnar, sem er hluti af dagskrá Menningararfsárs Evrópu 2018 og unnin í samvinnu við Minjastofnun Íslands og…

Grapevine skrifar um sýningar Safnahúss

Í nýjustu útgáfu Grapevine má sjá opnugrein um grunnsýningar Safnahúss og sérstaklega vakin athygli á listfengi þeirra. Sýningarnar tvær, Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna, eru báðar hannaðar af Snorra Frey Hilmarssyni. Hann nálgast viðfangsefnið á kyrrlátan en frumlegan hátt og vekur sýningargesti til umhugsunar meðan gengið er um sýningarsvæðið.  Lagt var til grundvallar að sýningarnar hentuðu bæði innlendum og erlendum gestum og öllum aldri með áherslu á aðgengileika. Segja má að að baki þeim búi alþjóðleg hugsun og þar sé jafnframt að finna sterk skilaboð til nútímans. Í sýningunni Börn í 100 ár er saga 20. aldar á Íslandi tjáð í ljósmyndum af landinu öllu og hugsuð út frá æskunni.  Miðpunkturinn er gamla baðstofan frá Úlfsstöðum í Hálsasveit, en hún var tekin niður og skrásett til geymslu á 8. áratug síðustu aldar og endurbyggð á sýningunni árið 2008. Auk ljósmynda eru munir Byggðasafns Borgarfjarðar kjölfesta sýningarinnar. Ævintýri fuglanna er sýning úr merku fuglasafni Náttúrugripasafns Borgarfjarðar og er helguð minningu Sigfúsar Sumarliðasonar fyrrv. sparisjóðsstjóra í Borgarnesi. Eins og Börn í 100 ár er hún hönnuð með alþjóðleikann að leiðarljósi og í henni felst dýpri hugleiðing um frelsið sem fuglarnir njóta í háloftunum.  Báðar sýningarnar henta einkar vel til safnfræðslu…

Safnahús á fullveldis – og menningarári

Safnahús Borgarfjarðar tekur í ár þátt í tvenns konar menningardagskrá á landsvísu, annars vegar með tónleikum sem haldnir voru í apríl og voru hluti af afmælisdagskrá fullveldisins og hins vegar með sýningu um Hvítárbrúna nú í nóvember, en það verkefni er þáttur í viðburðaskrá Menningararfsárs Evrópu. Tónleikarnir í vor tilheyrðu verkefninu „Að vera skáld og skapa“ og voru haldnir í samstarfi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Fjölbreytt vetrardagskrá Safnahúss hófst með opnun sýningar á myndverkum Steinunnar Steinarsdóttur 1. september og myndamorgni og fyrirlestri Sigrúnar Elíasdóttur um fantasíur og vísindaskáldsögur 13. september s.l.   Fimmtudaginn 1. nóv. n.k. kl. 19.30 verður sýningin um Hvítárbrúna opnuð, enda fór vígsla hennar fram þennan sama dag árið 1928. Sýningarstjóri er Helgi Bjarnason frá Laugalandi. Um er að ræða veggspjaldasýningu með ljósmyndum og fróðleik um ýmislegt tengt brúnni og er Heiður Hörn Hjartardóttir hönnuður sýningarinnar. Viðburðurinn er eins og áður sagði hluti af dagskrá Menningararfsárs Evrópu 2018 og er verkefnið unnið í samvinnu við Minjastofunun Íslands og er helgað minningu Þorkels Fjeldsted, fyrrum bónda í Ferjukoti í Borgarhreppi. Verkefnið er styrkt af Kaupfélagi Borgfirðinga. Á myndamorgnum skjalasafnsins  eru gestir beðnir að aðstoða skjalasafnið við að greina ljósmyndir. Sá næsti verður 18. október kl. 10.30, en eftir áramót verður tímasetningunni…

Vetraropnun í Safnahúsi

Vetraropnun hefur nú tekið gildi í Safnahúsi og gildir fram að 1. maí 2019. Er þá opið sem hér segir: Grunnsýningar á neðri hæð Opnar alla virka daga kl. 13.00-16.00. Spyrjist fyrir á bókasafninu og fáið fylgd á sýningarnar. Aðgangseyrir, sjá annars staðar á síðunni. Sýningar á efri hæð (Hallsteinssalur): Opið á opnunartíma bókasafns kl. 13.00-18.00.  Nokkrar sýningar eru í salnum á ári hverju, margar þeirra myndlistarsýningar. Ókeypis aðgangur. Bókasafn Bókasafnið er opið alla virka daga 13.00 – 18.00 árið um kring. Héraðsskjalasafn Héraðsskjalasafnið er opið 13.00 – 16.00 alla virka daga og einnig 08.00 – 12.00 skv. samkomulagi. Tekið skal fram að húsið er opið á öðrum tímum en ofangreint skv. samkomulagi og leiðsögn veitt. Sjá nánar um móttöku almennra hópa og skólahópa undir sýningar/hópamóttaka hér annars staðar á síðunni. Leitið frekari upplýsinga í síma 433 7200 eða sendið bréf á safnahus@safnahus.is. Verið innilega velkomin í Safnahús – starfsfólk.

Sýning Steinunnar Steinarsdóttur opnuð

Laugardaginn 1. september kl. 13.00 verður opnuð ný sýning í Safnahúsi.  Það er Steinunn Steinarsdóttir sem sýnir þar ullarmyndverk og hverfist sýningin um ýmis form sögu, eins og heiti hennar gefur til kynna. Verkefnið tengist líka sagnaheimi Safnahúss á ýmsan hátt. Steinunn segir svo um sýninguna:   „Ævintýri, sögur og annar fróðleikur hafa verið mér hugleikin frá barnsaldri og ég hef alltaf lesið mikið, bókasafnið er mér því kært. Mig langaði að tengja sýninguna við hinu ýmsu hlutverk Safnahússins og nota því m.a. gamlar ljósmyndir af óþekktu fólki af ljósmyndasíðu Safnahússins sem innblástur ásamt sýningum Safnahússins og gef viðfangsefnunum nýtt líf og hlutverk sem sögupersónum. Með því að nota ull sem efnivið myndast enn sterkari tenging við fortíðina og handverkið sem hefur fylgt okkur sem þjóð í gegnum aldirnar.“    Steinunn er fædd 1977 og uppalin í Tröð í Kolbeinsstaðahreppi. Hún býr og starfar í Borgarnesi og lauk prófi frá Fagurlistabraut Myndlistarskólans á Akureyri vorið 2016 og hafði áður lokið fornámi við sama skóla. Hún hefur tekið þátt í allmörgum samsýningum og sýndi síðast í Hallsteinssal í Safnahúsi fyrir tíu árum. Það verður því áhugavert að sjá þau verk sem hún sýnir þar nú og fylgjast með þróun í listsköpun þessarar…

Sumarlestrinum lýkur

Sumarlestrinum lauk fyrir stuttu og var þátttaka afar góð auk þess sem börnin lásu meira hvert fyrir sig en verið hefur.  Er þetta ánægjuleg þróun. Á næstunni verður uppskeruhátíð í Safnahúsi fyrir þessa duglegu lestarhesta þar sem þau fá viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Sumarlesturinn stóð yfir frá 10. júní – 10. ágúst, en hann er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.  Þau koma á bókasafnið og velja sér bækur til lesturs og skrá sig.  Um leið og valið er lestrarefni við hæfi og eftir áhuga hvers og eins er lestrarkunnáttan þjálfuð sem er eitt af markmiðum átaksins. Þetta var í ellefta sinn sinn sem Héraðsbókasafnið gekkst fyrir þessu verkefni og umsjón hafði Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður með aðstoð Sandra Sjabanssonar sumarstarfsmanns bókasafnsins.

Gömul hús í Borgarnesi hverfa

Á þessum vikum hverfa tvö gömul hús í Borgarnesi af sjónarsviðinu til að rýma fyrir stækkun lóðar við grunnskólann, þar sem viðbygging er í smíðum. Annað húsanna hefur þegar verið rifið og var það svokallað Dýralæknishús eða Gunnlaugsgata 21. Það stóð á brekkubrúninni sunnan við skólann. Húsið var byggt árið 1936 og var 125,8 fm., það var á sínum tíma reist af Paul Chr. Ammendrup klæð- og feldskerameistara og eiginkonu hans Maríu S. Ammendrup. Bjarni Bachmann safnvörður til áratuga kallaði húsið „Klæðskerahúsið”. Ammendruphjónin fluttu í Borgarnes frá Danmörku og bjuggu þar í eitt ár, síðar í Reykjavík. Á meðfylgjandi myndum sést húsið og að baki þess er svokallað Veggjahús, sem auglýst hefur verið til niðurrifs og/eða flutnings, mynd af því fylgir líka með, það var byggt árið 1929 (124 fm) og voru það hjónin Þorbjörn Jóhannesson (f. 1866) og Margrét Guðrún Sigurðardóttir (f. 1875) sem fluttu í Nesið árið 1928 frá Stafholtsveggjum. Húsið kennt við bæinn. Þau áttu níu börn, tvö dóu í frumbernsku. Þau voru með skepnur og var útihús byggt á lóðinni.  Jóhannes sonur hjónanna (Jói á Veggjum) bjó loks einn í húsinu í tæp 30 ár eftir daga foreldra sinna. Einnig má hér sjá mynd af næsta húsi…

Viðurkenning frá Grapevine

Rýnihópur ferðatímaritsins Grapevine hefur veitt Safnahúsi viðurkenningu og telur sýningar hússins í fremstu röð. Er þetta afar ánægjulegt fyrir Borgarbyggð sem hefur ákvæði um framúrskarandi safnastarf meðal markmiða sinna í menningarmálum. Meðal þess sem tilgreint er við grunnsýningar hússins er að í annarri þeirra sé sýnt eftirminnanlega fram á þær gríðarlegu breytingar sem æska landsins stóð frammi fyrir á 20. öld þegar samfélagið tók stökk yfir í nútímann.  Grunnsýningar Safnahúss eru tvær, Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna. Þær eru hannaðar af Snorra Frey Hilmarssyni leikmyndahönnuði sem hefur hlotið mikið lof fyrir nálgun sína.  Hér má sjá textann á heimasíðu blaðsins: Safnahús Borgarfjarðar is one of the most locally-focused museums in the country. Located inside a bright red house near the sea, the museum offers a new program every year focusing on local artists. Their permanent exhibition, ‘Children Throughout A Century’, dives into the dramatic changes Icelandic children have faced as Icelandic society transformed from an agricultural community to a modern nation. “They reconstructed an old turf living room and from there you just walk into a modern teenagers bedroom from IKEA,” one panel member says. “It’s a crazy contrast, just a great exhibit.”