Safnahús

Viðburðarík vika

Vikan verður viðburðarík í Safnahúsi. Fimmtudaginn 14. mars verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns kl. 10.00, þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda. Sama dag kl. 19.30 flytur Dr. Ástráður Eysteinsson prófessor fyrirlestur um skáldið og Borgfirðinginn Þorstein frá Hamri.  Laugardaginn 16. mars kl. 13.00 verður svo opnuð sýning á verkum Josefinu Morell, sem er ung borgfirsk myndlistarkona af sænsku og spænsku bergi brotin. Ástráður Eysteinsson Dr. Ástráður Eysteinsson bjó á æskuárum sínum í Borgarnesi og hefur alla tíð haldið sterkum tengslum við heimaslóðirnar. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands um árabil og er höfundur fjölda rita og greina á sviði bókmennta en hefur einnig fengist við bókmenntaþýðingar. Hann hefur verið gistiprófessor við erlenda háskóla og er virkur í alþjóðlegri rannsóknasamvinnu, auk þess að hafa sinnt margskonar stjórnunarstörfum við Háskóla Íslands. Þar var hann forseti Hugvísindasviðs frá tilurð þess 2008 til ársloka 2015. Þorsteinn frá Hamri Þorsteinn frá Hamri fæddist 15. mars 1938 að Hamri í Þverárhlíð og átti þar sín bernsku- og unglingsár. Hann er þekktastur fyrir ríkt safn ljóða, en hann samdi einnig þrjár mikilvægar skáldsögur á umbrotaárum í íslenskri frásagnarlist, fékkst við íslenska sagnageymd og þjóðleg fræði auk þess að þýða ýmis erlend skáldverk á íslensku. Hann er…

Hvítárbrúin – laugardagsopnun 2. mars

Laugardagsopnun verður á Hvítárbrúarsýningunni laugardaginn 2. mars n.k. kl. 13-16. Helgi Bjarnason verður á staðnum og veitir leiðsögn. Helgi átti á sínum tíma frumkvæði að þessu verkefni og annaðist efnisöflun, ritun og val á ljósmyndum fyrir sýninguna. Eru honum þökkuð vönduð og góð störf. Sýningin var opnuð á 90 ára afmælisdegi brúarinnar 1. nóvember 2018 og aðsóknin hefur sannað að brúin á sér stað í hjarta landans, ekki síst Borgfirðinga og Mýramanna. Sýningin er tileinkuð minningu Þorkels Fjeldsted bónda í Ferjukoti sem lést langt fyrir aldur fram árið 2014. Þorkeli var afar annt um að miðla sögu Hvítárbrúarinnar og bjó í grennd hennar alla tíð. Hann var mörgum kunnur og mikill þekkingarbrunnur um brúna svo og hlutverk Hvítárinnar í lífi fyrri kynslóða, þar sem hún var í senn nægta brunnur og erfiður farartálmi. Ljósmynd: Helgi Bjarnason ásamt fjölskyldu sinni við opnun sýningarinnar 1. nóvember s.l.

Góð gjöf frá Tækniborg

Nýverið færði Tækniborg í Borgarnesi Safnahúsi vandaða Bluetooth hátalara að gjöf. Þeir eru þýsk gæðaframleiðsla frá fyrirtækinu Thonet & Vander og eiga eftir að nýtast vel í framtíðinni í tengslum við sýningar og fleiri verkefni. Eru Tækniborg færðar bestu þakkir fyrir þann hlýhug til starfsemi safnanna sem þetta framtak ber vott um.  Er þetta gott dæmi um stuðpning heimafyrirækja við margvíslega starfsmi, samfélaginu til góðs. Á meðfylgjandi mynd má sjá Guðrúnu Jónsdóttur forstöðumann Safnahúss taka á móti gjöfinni frá Ómari Erni Ragnarssyni framkvæmdastjóra Tækniborgar. Myndataka: Sævar Ingi Jónsson.

Sagt frá Svarfhólsfólki

Fimmtudaginn 14. febrúar verður fyrirlestur í Safnahúsi um fjölskylduna og heimilið að Svarfhóli í Stafholtstungum á 19. öld og fram í byrjun 20, aldar. Í þá tíð bjuggu þar hjónin Björn Ásmundsson og Þuríður Jónsdóttir og áttu þau tólf börn. Um Björn er sagt í borgfirskum æviskrám að hann hafi verið mikill dugnaðar- og framkvæmdamaður sem átti frumkvæði að mörgum framfaramálum í sveitinni. Um Þuríði er sagt að hún hafi verið ljósmóðir, stórgáfuð kona og vel hagmælt.  Að sama skapi urðu börn þeirra hjóna atorkufólk og létu að sér kveða í borgfirsku samfélagi síns tíma, þau eiga marga afkomendur á Borgarfjarðarsvæðinu í dag. Fyrirlesari kvöldsins er fræðimaðurinn Þóra Elfa Björnsson, en hún er einn afkomanda þeirra hjóna. Erindið nefnir hún „Ég hefði fylgt þér‟ og skýrist það í frásögninni. Þóra Elfa Björnsson (GJ). Þóra Elfa er búsett í Kópavogi, Hún hefur starfað sem setjari og framhaldsskólakennari en er nú komin á eftirlaun. Hún er komin af Borgfirðingum í báðar ættir, faðir hennar var Karl sonur Guðmundar Björnssonar sýslumanns í Borgarnesi og víðar. Móðir hennar var Halldóra B. Björnsson skáldkona frá Draghálsi þar sem Þóra Elfa dvaldi mörg sumur í sveit hjá móðurforeldrum sínum. Hún hefur oft áður komið að rannsóknum…

Gripur úr þýsku strandi

Einn fyrstu safngripa byggðasafnsins á nýju ári er úr strandi þýska togarans Ulrich Schulmeyer sem varð við Hjörsey í árslok 1924. Það er skrifborð úr skipsskrokknum sem Guðbrandur Sigurðsson (1874-1953) bóndi á Hrafnkelsstöðum keypti eftir strandið á kr. 2.650. Borðið keypti Ingólfur Guðbrandsson sonur hans (1902-1972). Eftir hans dag eignaðist María dóttir hans (1935-2016) borðið og síðast var það í eigu sonar hennar, Ingólfs Halldórssonar (1958-2017). Borðið er gjöf til safnsins í nafni hans og í minningu þeirra sem áttu það. Þess má geta að skipverjar á togaranum björguðust allir, ekki síst vegna aðstoðar staðkunnugra sem gátu leiðbeint björgunarbáti þeirra í land við erfiðar aðstæður og hlúð að þeim við komuna. Þeir sigldu svo heimleiðis til Þýskalands með skipinu Mercur um miðjan janúar 1925. Skrifborðið er nú komið í geymslur byggðasafnsins til minningar um þennan atburð og sést hér á mynd eftir Halldór Óla Gunnarsson verkefnisstjóra í Safnahúsi. Þess má geta að skipverjar á togaranum björguðust allir, ekki síst vegna aðstoðar staðkunnugra sem gátu leiðbeint björgunarbáti þeirra í land við erfiðar aðstæður og hlúð að þeim við komuna. Þeir sigldu svo heimleiðis til Þýskalands með skipinu Mercur um miðjan janúar 1925. Skrifborðið er nú komið í geymslur byggðasafnsins til minningar…

Dimmur föstudagur í dag

Fyrir nokkru tóku tveir frumkvöðlar í Borgarnesi sig til og efndu til uppákomu sem nefndist Föstudagurinn dimmi. Þetta voru þær Eva Hlín Alfreðsdóttir og Heiður Hörn Hjartardóttir. Á þessum degi hvetja þær til umhugsunar og upplifunar í ljósleysi skammdegisins, þar sem hugsað er til eldri tíma þegar fólk bjó ekki við rafmagn. Safnahús tekur þátt í Dimma föstudeginum í dag og býður upp á afslappað hádegi milli 12 og 13, með þjóðlegu matarívafi (flatbrauð+hangikjöt, mysa og kaffi) mitt í erli dagsins. Ljós verða í lágmarki og bókasafnið verður opið. Ekki verða kveikt ljós á safninu en fólki boðið að fá vasaljós að láni ef þess er þörf við að finna rétta lesefnið. Starfsfólk mun einnig taka sér rólega stund og njóta þess að spjalla við gesti.

Böðvar Guðmundsson 80 ára

Böðvar Guðmundsson skáld er áttræður í dag. Hann fæddist 9. janúar 1939 á Kirkjubóli í Hvítársíðu, sonur hjónanna Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur. Böðvar hefur sent frá sér fjölbreytt höfundarverk og þýðingar á verkum fyrir börn og fullorðna. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Austan Elivoga, kom út árið 1964. Skáldsögur hans um ferðir Íslendinga til Vesturheims hafa vakið mikla athygli og hlaut Böðvar Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þá síðari. Böðvar hefur einnig samið fjöldann allan af söngtextum. Þótt Böðvar sé búsettur í Danmörku hefur hann ætíð fylgst vel með starfi Safnahúss og hefur veitt dygga aðstoð í ýmsum verkefnum er varða arfleifð foreldra hans. Næsta verkefni eru tónleikar í Safnahúsi í vor, honum til heiðurs á afmælisári, í samvinnu við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Starfsfólk Safnahúss sendir Böðvari heillaóskir á þessum merkisdegi og birtir hér eitt hans þekktasta kvæði, Næturljóð úr Fjörðum. Næturljóð úr Fjörðum Yfir í Fjörðum allt er hljótt.Eyddur hver bær hver þekja fallin.Kroppar þar gras í grænni tóttgimbill um ljósa sumarnótt.Ókleifum fjöllum yfirskyggðein er þar huldufólksbyggð. Bátur í vör með brostna rábíður þar sinna endalokalagði hann forðum landi fráleiðina til þín um vötnin blá.Aldrei mun honum ástin mínáleiðis róið til þín. Fetar þar létt um fífusundfolaldið sem í vor var aliðaldrei…

Viðburðaríkt ár 2019

Á árinu 2019 verður margt um að vera í Safnahúsi og hefst dagskráin með myndamorgni kl. 10.00 og fyrirlestri kl. 19.30 fimmtudaginn 10. janúar. Viðburðaskráin er unnin í samstarfi við marga góða aðila og byggir á fagsviðum safnanna fimm sem í Safnahúsi eru.  Fyrsta fyrirlestur ársins (10. janúar) flytur Marín Guðrún Hrafnsdóttir bókmenntafræðingur sem segir frá langömmu sinni, rithöfundinum Guðrúnu frá Lundi. Aðrir fyrirlesarar ársins eru þau Þóra Elfa Björnsson, Ástráður Eysteinsson, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Sigurjón Einarsson.  Fjórar myndlistarsýningar verða opnaðar á árinu, sú fyrsta 16. mars þar sem Josefina Morell sýnir verk sín. Þar á eftir sýnir Snjólaug Guðmundsdóttir og síðar Ingibjörg Huld Halldórsdóttir. Á komandi sumri verður sýning Listasafns Borgarness í Hallsteinssal og er Helena Guttormsdóttir sýningarstjóri hennar.  Tónleikar verkefnisins „að vera skáld og skapa“ verða í lok apríl í samstarfi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og í árslok verða sýndir dýrgripir úr hinu merka bókasafni Páls Jónssonar. Verður það gert undir stjórn Sverris Kristinssonar. Myndamorgnar skjalasafnsins verða á sínum stað og margt fleira mætti upp telja. Sjá nánar um viðburði hússins hér: http://safnahus.is/vidburdir-2019/