Safnahús

Hundrað ár frá fyrsta bílnum

Hundrað ár frá fyrsta bílnum Ný örsýning hefur verið sett upp í Safnahúsi með fróðleik og ljósmyndum úr lífi Magnúsar Jónassonar, sem eignaðist fyrsta bílinn sem kom í Borgarnes fyrir hundrað árum. Magnús var fæddur árið 1894, á Galtarhöfða í Norðurárdal. Hann fór ungur að heiman til Reykjavíkur og lærði þar á bíl frostaveturinn mikla 1917-1918. Hann lauk prófinu í febrúar 1918 og eignaðist sama ár fyrsta borgfirska ökuskírteinið, þá 24 ára gamall. Einnig keypti hann gamlan Ford sem var skráður MB 1. Magnús rak um skeið bílastöð í Borgarnesi og byggði þekkt hús að Borgarbraut 7 í Borgarnesi, sem kallað er 1919. Sýningin um Magnús er á veggspjöldum við stigauppgönguna í Safnahúsi. Hún er eitt þriggja verkefna hússins vegna hundrað ára afmælisins, hin tvö eru grein í væntanlegri Borgfirðingabók og fróðleikur og myndir á heimasíðu sem sjá má með því að smella hér. Það er Heiður Hörn Hjartardóttir sem hefur hannað veggspjöldin um Magnús, en textagerð annaðist Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss í samvinnu við fjölskyldu Magnúsar sem einnig útvegaði myndir. Safnahús notar margar leiðir til að koma héraðsfróðleik á framfæri og er þetta ein þeirra. Sýningin tekur við af minningarvegg um Dr. Selmu Jónsdóttur, en áður var minningu Jakobs…

Nefndarálit um málefni Safnahúss

Mikið hefur undanfarið verið spurt um nefndarálit um málefni Safnahúss, sem lagt var fram í byggðaráði 1. febrúar s.l.  Heiti álitisins er „Þróun safnastarfs í Borgarbyggð“ og undirtitill er aukin starfsemi í Hjálmakletti (hús Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Formaður nefndarinnar var Björn Bjarki Þorsteinsson og með honum störfuðu Guðveig Eyglóardóttir og Guðný Dóra Gestsdóttir.  Ráðgjafi með nefndinni var Sigurjón Þórðarson frá Nolta. Undanfari málsins var eftirfarandi  bókun á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar 24. ágúst 2017: „ Byggðarráð ræddi stöðu safnamála í Borgarbyggð í víðu samhengi. Rætt um að fá óháðan fagaðila í safnamálum til að vinna að framtíðarskipan safnamála í Borgarbyggð. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.“ Í framhaldi af þessu sendi starfsfólk Safnahúss frá sér ályktun þar sem það lýsti yfir áhyggjum af safnastarfinu og á fundi með byggðaráði 15. febrúar s.l. lagði það fram eftir farandi bókun að framkomnu áliti nefndarinnar: „Nú liggur fyrir nefndarálit um að borgfirsku söfnunum verði sundrað og Safnahús lagt niður í núverandi mynd.  Í ljósi þessa minnum við á að lifandi miðlun liðinnar sögu er dýrmætur þáttur í búsetugæðum.  Náin sambúð borgfirsku safnanna fimm hefur skapað þróttmikið menningarstarf sem vakið hefur athygli og verið Borgarbyggð til sóma. Safnahúsið hefur þar gegnt megin hlutverki…

Hún Gróa á Leiti – erindi 15. febrúar

Már Jónsson prófessor flytur fyrirlestur um bókina Pilt og stúlku og höfund hennar í Safnahúsi fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20.00. Verkið skrifaði Jón Thoroddsen þegar hann stóð á þrítugu, en hann var á  sínum tíma sýslumaður Borgfirðinga og bjó á Leirá.  Í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns. Af því tilefni hefur fyrsta útgáfa bókarinnar verið endurprentuð og hafði Már umsjón með því verkefni.  Piltur og stúlka er gamansöm örlagasaga Sigríðar Bjarnadóttur og Indriða Jónssonar, sem eftir misskilning á misskilning ofan fá loks að eigast. Söguþráður er látlaus en ýmsar persónur ógleymanlegar, helst þá Gróa á Leiti og Bárður á Búrfelli. Skáldsagan kom fyrst út í Kaupmannahöfn vorið 1850 og markaði tímamót í bókmenntasögu Íslands. Fyrirlesturinn verður í Hallsteinssal á efri hæð Safnahúss. Framsagan tekur 45-60 mínútur, síðan verða umræður og kaffispjall.  Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.  

Þátttaka í menningararfsári Evrópu

Sýning Safnahúss um byggingu Hvítárbrúarinnar 1928 verður einn dagskrárliða á Evrópsku ári menningararfs (European Year of Cultural Heritage 2018). Verður sýningin opnuð 1. nóvember og er unnin í samvinnu við Helga Bjarnason blaðamann sem hafði frumkvæði að verkefninu. Einnig mun Vegagerð ríkisins koma að málinu. Það er Minjastofnun Íslands sem velur viðburði á dagskrá menningarársins og lagt er til grundvallar að Hvítárbrúin var á sínum tíma mikil samgöngubót og þáttur í breyttu ferðamunstri landans, þ.e. breytingunni sem átti sér stað þegar fólk hætti að ferðast mest á sjó og fór að ferðast meira á landi. Hvítárbrúin opnaði á sínum tíma dyr innan héraðs og hafði mikil áhrif á atvinnulíf og félagslíf héraðsbúa. Safnahús mun nota einkennismerki menningararfsársins í tengslum við kynningu á viðburðinum. Þess má geta að sýningin verður helguð minningu Þorkels Fjeldsted í Ferjukoti (1947-2014) sem var í senn þekkingarbrunnur og mikill áhugamaður um sögu brúarinnar og miðlun fróðleiks um hana. Það er Evrópuráðið og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem hefur útnefnt árið 2018 sem „Menningararfsár Evrópu.“ Þá fer fram fjöldi viðburða sem leggja áherslu á evrópsk tengsl og sameiginlegan menningararf. Meginþemað er gildi menningararfsins fyrir einstaklinga og samfélög og á Íslandi hefur verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á strandmenningu. Lilja…

Saga Borgarness tilnefnd af Hagþenki

Saga Borgarness er eitt þeirra verka sem hefur verið tilnefnt til viðurkenningar Hagþenkis 2017. Var þetta tilkynnt í gær af formanni Hagþenkis, Jóni Yngva Jóhannssyni, í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið. Viðurkenning Hagþenkis verður veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni um mánaðamót febrúar og mars og felst í sérstöku viðurkenningarskjali og 1.250.000 kr.  Er tilnefningin rós í hnappagat Borgarbyggðar sem stóð með sóma að útgáfu verksins s.l. vor í tilefni af 150 ára afmæli Borgarness. Bókin er gefin út af bókaútgáfunni Opnu og formaður ritnefndar var Birna G. Konráðsdóttir.  Í umsögn sinni segir dómnefnd þetta: „Áhugaverð saga sem á sér skýran samhljóm í þróun Íslandsbyggðar almennt, studd ríkulegu og fjölbreyttu myndefni.“  Þess má geta að fjölmargir einstaklingar létu bókinni í té ljósmyndir og fróðleik. Viðurkenningarráð Hagþenkis er skipað fimm félagsmönnum til tveggja ára i senn í því eru: Auður Styrkársdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Henry Alexander Henrysson, Helgi Björnsson og Sólrún Harðardóttir.   Starfsfólk Safnahúss er þakklátt fyrir gott og gefandi samstarf við höfunda verksins á meðan á ritun þess stóð, þá Egil Ólafsson og Heiðar Lind Hansson.  Sjá nánar: https://hagthenkir.is/

Þorsteinn frá Hamri – kveðja

Borgfirska skáldið Þorsteinn frá Hamri er látinn tæplega áttræður að aldri. Með honum kveður einn merkasti höfundur Íslands. Þorsteinn sótti Safnahús gjarnan heim sem fræðimaður, Borgfirðingur og ljóðskáld. Meðal annars kom hann eitt sinn með fjölskyldu sína á merkum afmælisdegi.   Starfsfólk Safnahús þakkar liðnar stundir og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.  Verkin lifa.   Í fyrstu ljóðabók Þorsteins Í svörtum kufli er þetta ljóð að finna:   Kveðja Haustkul af norðri brottu ber blómkrónu dána. Lát það hvísla örlagaspám í eyru þér. Er skarður máni í skýjum fer er skjól okkar þessi hrísla. Ég er á leið til ljóðvakans ljósu stranda. Mér dísir sungu: Á vetrarkvöldi þú kemst til lands; langsótt er hafið, en leikur hans er lífsgjafi þinnar tungu. Barrkrónan skelfur særð og sjúk er svalinn slær hana fastar og tíðar. Stormurinn ber þér frost og fjúk. En mjöllin sem kemur köld og mjúk ber kvæði mitt til þín síðar.  

Myndamorgnar – ljósmyndir greindar

Myndamorgnar verða reglubundið á dagskrá Safnahúss á árinu 2018, sá fyrsti verður á morgun, fimmtudaginn 25. janúar. Verkefnið er á vegum Héraðsskjalasafns og hefur Jóhanna Skúladóttir umsjón með þeim. Þarna eru gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir á skjalasafni.  Myndamorgnarnir verða þessa fimmtudaga kl. 10.30 – 12.00:   25. janúar, 22. febrúar, 15. mars, 13. september, 18. október og 15. nóvember. Heitt á könnunni, allir velkomnir.    

Annáll 2017  

Starfsemi safnanna fimm sem starfa saman undir merki Safnahúss var öflug og fjölbreytt á árinu sem leið.  Helstu verkefni ársins 2017   Ljósmyndasýning Sýningin Spegill samfélags var opnuð 14. janúar. Þar mátti sjá valið safn ljósmynda sem bárust í samkeppni sem Safnahús stóð fyrir árinu áður. Áttu myndirnar að vera frá Borgarnesi á árinu 2016. Sýningin var fyrsti áfangi í afmælishaldi Borgarbyggðar vegna 150 ára afmæli Borgarness (1867-2017). Við opnunina flutti sveitarstjóri, Gunnlaugur A. Júlíusson ávarp. Verðlaun voru veitt fyrir þrjár bestu myndirnar samkvæmt mati dómnefndar og hlaut Sunna Gautadóttir 1. og 2. verðlaun og Michelle Bird 3. verðlaun. Báðar voru þær búsettar í Borgarnesi. Fyrstu verðlaun voru gjafir frá Beco ehf, vandaður þrífótur, myndavélataska og einfótur. Önnur verðlaun voru utanáliggjandi drif og hreinsibúnaður semTækniborg í Borgarnesi gaf. Þriðju verðlaun voru gefin af Landnámssetri Íslands.   Markmiðið með samkeppninni var að fanga sjónarhorn þátttakenda á mannlíf og umhverfi Borgarness nálægt afmælisári. Leit dómnefnd jafnt til heimildagildis og gæða myndanna. Voru innsendar ljósmyndir síðan með góðfúslegu leyfi höfunda hluti af safnkosti Héraðsskjalasafns að keppninni lokinni og var þetta því verkefni á sviði samtímasöfnunar. Í dómnefnd voru þau Þorkell Þorkelsson (formaður),  Heiður Hörn Hjartardóttir og Kristján Finnur Kristjánsson. Heiður Hörn sá ennfremur…

Jurtalitun frá landnámi

Fimmtudaginn 18. janúar n.k. flytur Guðrún Bjarnadóttir erindi í Safnahúsi, um jurtalitun. Guðrún er náttúrufræðingur og hefur á undanförnum árum sérhæft sig í jurtalitun og miðlun upplýsinga um hana. Hún kennir grasafræði við Landbúnaðarháskólann, en hennar aðalstarf er að reka jurtalitunarvinnustofuna Hespuhúsið þar sem hún jurtalitar íslenska ull og tekur á móti gestum og fræðir um litunaraðferðir. Í fyrirlestrinum verður farið yfir litunarhefðina frá landnámi til okkar daga. Guðrún er fædd í Reykjavík en hefur verið búsett í Borgarfirði frá því árið 2003. Hún er menntuð frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri með BS próf í Búvísindum og MSc próf í náttúrufræðum. Meistararitgerð hennar fjallaði um grasnytjar, hvernig villtur gróður var nýttur í gamla daga. Hún er einnig menntaður dýrahjúkrunarfræðingur frá USA og er með kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla frá Háskólanum á Akureyri. Guðrún á að baki fjölbreyttan starfsferil þar sem hún hefur starfað sem landvörður í Mývatnssveit og Skaftafelli þar sem hún fór með gestum í grasafræðslugöngur.  Hún lærði að þekkja jurtirnar frá ömmu sinni og alnöfnu á Akranesi og lærði hannyrðir hjá móður sinni sem var handavinnukennari. Guðrún hefur alltaf haft áhuga á íslensku sauðkindinni og ullinni og jurtalitunin sameinar öll þessi áhugamál.   Fyrirlesturinn verður kl. 20.00 fimmtudaginn 18. janúar,…

Viðburðir 2018

Árið 2018 verður að venju margt um að vera í Safnahúsi. Meðal viðburða er opnun fjögurra myndlistarsýninga auk þess sem tvær nýjungar eru á dagskrá; annars vegar fyrirlestrar og hins vegar myndamorgnar þar sem gestir eru beðnir um að greina ljósmyndir fyrir Héraðsskjalasafnið.  Viðburðaskráin er birt hér með fyrirvara um breytingar. janúar kl. 13.00  –  Opnun sýningar á verkum eftir Guðrúnu Helgu Andrésdóttur.   janúar kl. 12.00 (Dimmi dagurinn)  –  Hádegisfyrirlestur: „Straumlaust á Mýrum“ – Jóhanna Skúladóttir.     janúar kl. 20.00  –  Fyrirlestur: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur fjallar um jurtalitun.     janúar kl. 10.30  –  „Þekkir þú myndina?“ Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir.   febrúar kl. 20.00  –  Fyrirlestur:  Már Jónsson sagnfræðingur segir frá höfundinum Jóni Thoroddsen.      febrúar kl. 10.30  –  „Þekkir þú myndina?“ Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir.   mars kl. 13.00  –  Opnun sýningar á verkum Christinu Cotofana.      mars kl. 10.30  –  „Þekkir þú myndina?“ Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir.     mars kl. 20.00  –  Fyrirlestur: Guðlín Erla Kristjánsdóttir og Jónína Hólmfríður Pálsdóttir segja frá ferð sinni um Jakobsveginn.   apríl kl. 15.00 – Sumardagurinn fyrsti  –  Tónleikar unga fólksins: „Að vera skáld og skapa.“  Tónlistarskóli Borgarfjarðar.     apríl kl. 13.00  –  Opnun sýningar á verkum Áslaugar Þorvaldsdóttur.   júní – Tíu ára afmæli sýningarinnar „Börn…