Safnahús

Valdís Halldórsdóttir  (1908-2002)

Um þessar mundir eru 110 ár liðin frá fæðingu Valdísar Halldórsdóttur skáldkonu. Valdís var eldri dóttir Halldórs Helgasonar og Vigdísar Valgerðar Jónsdóttur á Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum; fædd 27. maí árið 1908. Hún starfaði sem kennari og bjó lengst af í Hveragerði ásamt manni sínum sr. Gunnari Benediktssyni presti og rithöfundi. Saman eignuðust þau tvö börn, Heiðdísi og Halldór en fyrir átti Gunnar þrjá syni.  Valdís ritstýrði tímaritinu Emblu sem flutti efni eftir konur í þremur heftum á árunum 1945-1949.  Þar átti hún sjálf bæði ljóð og smásögur sem birtust einnig víðar í tímaritum. Þetta var óvenjulegt og djarft framtak þess tíma og sýnir áhuga hennar og yndi af skáldskap. Valdís var um margt á undan sinni samtíð. Hún sótti sér menntun sem var ekki algengt meðal kvenna af hennar kynslóð og vann alla tíð utan heimilis. Einnig lét hún sig ýmis málefni varða, hérlendis sem erlendis. Árið 2015 heiðruðu Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús minningu Valdísar og nokkurra ættkvenna hennar á tónleikum og við það tækifæri var gefið út hefti með ljóðum þeirra. Var það gert í samvinnu við fjölskyldur kvennanna og var nokkuð af ljóðunum áður óbirt, m.a. eftirfarandi vísa þar sem Valdís kveður um líkt veðurfar og verið hefur…

Eldri skjöl Hvalfjarðarsveitar afhent

  Eldri skjöl Hvalfjarðarsveitar voru afhent Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar miðvikudaginn 9. maí s.l. Skúli Þórðarson sveitarstjóri kom og afhenti Jóhönnu Skúladóttur héraðsskjalaverði tvö bretti af skjölum frá Hvalfjarðarstrandarhreppi, Innri- Akraneshreppi, Leirár- og Melahreppi og Skilmannahreppi. Þessir hreppar sameinuðust árið 2006 í Hvalfjarðarsveit. Í afhendingunni voru einnig gögn frá byggingafulltrúa, grunnskóla, leikskóla og fleiri stofnunum sveitarfélaganna. Með Skúla í för voru Birna Mjöll Sigurðardóttir og Erla Dís Sigurjónsdóttir sem unnu fyrir Hvalfjarðarsveit að frágangi skjalanna til langtímavarðveislu á skjalasafnið. Með þessum skilum er góðum áfanga náð í skjalamálum Hvalfjarðarsveitar.  Ljósmynd: Birna Mjöll Sigurðardóttir. 

Birkistóll – nýr safngripur

Nýverið barst byggðasafninu góð gjöf Þorbjargar Guðmundsdóttur ekkju Þorkels Sigurðssonar frá Kolsstöðum (1923 – 2015). Ögmundur Runólfsson tengdasonur þeirra hjóna kom með stólinn og þá var myndin tekin.  Þetta er stóll úr birki sem Bjarni Sigurðsson í Hraunsási smíðaði úr völdum viði í nágrenni Hraunsáss í Hálsasveit. Verður stóllinn til sýnis í anddyri bókasafns næstu daga. Aftan á stólnum er eftirfarandi texti skráður: Bjarni Sigurðsson fæddur 30. apríl 1901, dáinn 30. júlí 1974 smíðaði þennan stól úr birki, úr hraunsásskógi.   Við undirrituð eignuðumst þennan stól 1973. Að okkur gengnum á hann að fara á Byggðasafnið í Borgarnesi. Reykjavík 1. júní 1974 Þorbjörg Guðmundsdóttir Þorkell Sigurðsson Stólinn verður nú skráður sem safngripur á byggðasafnið og er þessu góða fólki þakkað fyrir þann hug sem gjöfinni fylgir.  

Tónleikar á sumardaginn fyrsta

Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar hafa á undanförnum árum unnið saman að því að hvetja ungt fólk til að semja tónlist við borgfirsk ljóð. Fer verkefnið þannig fram að ljóðahefti er útbúið og sett í hendur nemenda. Þeir velja sér texta úr safninu og semja lög við. Þeir ákveða síðan flutningsmátann sjálfir og frumflytja verkin ásamt kennurum sínum á opnum tónleikum. Verkefnið hefur fengið sérstaklega jákvæð viðbrögð, bæði hjá nemendum skólans og fjölskyldum þeirra, svo og hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar og íbúum í héraðinu. Einnig fékk verkefnið styrk hjá afmælisnefnd um fullveldi Íslands og eru tónleikarnir því einn af viðburðum afmælisársins 2018. Verkefnið byggir á ákvæði í menningarstefnu Borgarbyggðar um frumkvæði, sköpun og menningararf. Um 160 nemendur stunda nú nám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar sem starfað hefur í fimmtíu ár. Safnahús hefur verið við lýði síðan um 1960. Báðar stofnanir eru í eigu Borgarbyggðar og vinna að þessu verkefni þvert á fagsvið sín undir heitinu: „Að vera skáld og skapa“. Verkefnisstjórar eru Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss og Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans. Á árinu 2018 tekur markmið og textaval sérstakt mið af fullveldisárinu og horft er til ástar á landinu eins og hún kemur fram í ljóðum skálda. Eru skáldin fulltrúar ýmissa tímabila,…

Listin til stuðnings Safnahúsi

Föstudaginn 20. apríl setja nokkrir myndlistarmenn upp Pop-up vinnustofu í Safnahúsi. Þar munu þeir teikna/mála gesti og gangandi og ýmis myndefni og verður hægt að kaupa verkin á staðnum. Ágóðinn rennur til starfsemi Safnahúss. Pop up verkefni má líkja við óvæntar uppákomur og mætti í þessu tilviki þýða þetta sem „sprettvinnustofu.“ Listamennirnir eru þessir: Josefina Morell, Cristina Cotofana, Frans Van de Reep og Michelle Bird. Þau eru öll búsett í Borgarfirði. Cristina og Michelle hafa báðar sýnt í Hallsteinssal í Safnahúsi og Josefina mun sýna þar á árinu 2019.  Cristina opnaði sýningu í salnum 10. mars s.l. og hafa fíngerðar pennateikningar hennar vakið verðskuldaða athygli. Föstudagurinn verður síðasti opnunardagur sýningar hennar. Þá munu listamennirnir breyta Hallsteinssal í vinnustofu sína frá kl. 13.00 til 18.00 og eru gestir boðnir velkomnir til að fylgjast með vinnu þeirra, sitja jafnvel fyrir og kaupa verk ef þeim sýnist svo. Ágóðinn rennur allur til rekstrar Safnahússins. Vilja þau með þessum hætti þakka fyrir mikilvægt hlutverk hússins í listalífi héraðsins. Hallsteinssalur er nefndur eftir velgjörðarmanni Borgarness, Hallsteini Sveinssyni (1903-1995) sem gaf þangað mikið og sérstakt listmunasafn á sínum tíma. Í salnum eru fjölbreyttar myndlistarsýningar á ári hverju. Næsta sýning þar veðrur opnuð 5. maí næstkomandi og…

Fundur um safnamál 11. apríl

Sveitarstórn boðaði til opins fundar um safnamál, í Hjálmakletti í Borgarnesi (húsi Menntaskóla Borgarfjarðar) miðvikudaginn 11. apríl s.l. kl. 20.00. Var fundurnn fjölsóttur og góðar umræður fóru fram. Meðal frummælenda var Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss og má sjá erindi hennar með því að smella hér. Frekari upplýsingar um málið má sjá í fyrri frétt okkar, með því að smella hér.   Ljósmynd (GJ): Úr byggðasafni: útskorin hilla eftir Guðmund Böðvarsson.

Opnun sýningar frestast til 5. maí

Sýningaropnun Áslaugar Þorvaldsdóttur sem vera átti laugardaginn 28. apríl næstkomandi hefur af óviðráðanlegum ástæðum verið frestað til laugardagsins 5. maí kl. 13.00. Á sýningunni sýnir hún ljósmyndir og Sigríður Kr. Gísladóttir sýnir hækur (japanskt ljóðform) sem hún hefur gert með innblæstri frá myndum Áslaugar. Á opnunardaginn verður opið til 17 eins og alla daga sumarsins (sýningar opnar 13-17) og listakonurnar verða á svæðinu fyrstu tvo tímana. Fjölmargir viðburðir verða í Safnahúsi á árinu og er sýning Áslaugar einn þeirra. Sýningin stendur í allt sumar eða til 25. ágúst.  Hér má sjá viðburðaskrána í heild sinni.

Opnunartími um páskana

Safnahús er sem fyrr opið á virkum dögum á þessum árstíma og í vikunni fyrir páska verður því opið í þrjá daga, mánudag til miðvikudags. Lokað verður frá Skírdegi og fram yfir páska og opnað aftur þriðjudaginn 3. apríl. Þess má geta að í tilefni páska hefur verið sett upp ný örsýning í anddyri Safnahúss, byggð á gluggaskreytingu frá Kaupfélagi Borgfirðinga frá árdögum verslunar félagsins við Egilsgötu í Borgarnesi. Sýningin var unnin af Halldóri Óla Gunnarssyni. Starfsfólk Safnahúss óskar öllum vinum og velunnurum safnanna gleðilegrar hátíðar. Ljósmynd: Páskaegg á örsýningu í mars 2018.

Hundrað ár frá fyrsta bílnum

Hundrað ár frá fyrsta bílnum Ný örsýning hefur verið sett upp í Safnahúsi með fróðleik og ljósmyndum úr lífi Magnúsar Jónassonar, sem eignaðist fyrsta bílinn sem kom í Borgarnes fyrir hundrað árum. Magnús var fæddur árið 1894, á Galtarhöfða í Norðurárdal. Hann fór ungur að heiman til Reykjavíkur og lærði þar á bíl frostaveturinn mikla 1917-1918. Hann lauk prófinu í febrúar 1918 og eignaðist sama ár fyrsta borgfirska ökuskírteinið, þá 24 ára gamall. Einnig keypti hann gamlan Ford sem var skráður MB 1. Magnús rak um skeið bílastöð í Borgarnesi og byggði þekkt hús að Borgarbraut 7 í Borgarnesi, sem kallað er 1919. Sýningin um Magnús er á veggspjöldum við stigauppgönguna í Safnahúsi. Hún er eitt þriggja verkefna hússins vegna hundrað ára afmælisins, hin tvö eru grein í væntanlegri Borgfirðingabók og fróðleikur og myndir á heimasíðu sem sjá má með því að smella hér. Það er Heiður Hörn Hjartardóttir sem hefur hannað veggspjöldin um Magnús, en textagerð annaðist Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss í samvinnu við fjölskyldu Magnúsar sem einnig útvegaði myndir. Safnahús notar margar leiðir til að koma héraðsfróðleik á framfæri og er þetta ein þeirra. Sýningin tekur við af minningarvegg um Dr. Selmu Jónsdóttur, en áður var minningu Jakobs…

Nefndarálit um málefni Safnahúss

Mikið hefur undanfarið verið spurt um nefndarálit um málefni Safnahúss, sem lagt var fram í byggðaráði 1. febrúar s.l.  Heiti álitisins er „Þróun safnastarfs í Borgarbyggð“ og undirtitill er aukin starfsemi í Hjálmakletti (hús Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Formaður nefndarinnar var Björn Bjarki Þorsteinsson og með honum störfuðu Guðveig Eyglóardóttir og Guðný Dóra Gestsdóttir.  Ráðgjafi með nefndinni var Sigurjón Þórðarson frá Nolta. Undanfari málsins var eftirfarandi  bókun á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar 24. ágúst 2017: „ Byggðarráð ræddi stöðu safnamála í Borgarbyggð í víðu samhengi. Rætt um að fá óháðan fagaðila í safnamálum til að vinna að framtíðarskipan safnamála í Borgarbyggð. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.“ Í framhaldi af þessu sendi starfsfólk Safnahúss frá sér ályktun þar sem það lýsti yfir áhyggjum af safnastarfinu og á fundi með byggðaráði 15. febrúar s.l. lagði það fram eftir farandi bókun að framkomnu áliti nefndarinnar: „Nú liggur fyrir nefndarálit um að borgfirsku söfnunum verði sundrað og Safnahús lagt niður í núverandi mynd.  Í ljósi þessa minnum við á að lifandi miðlun liðinnar sögu er dýrmætur þáttur í búsetugæðum.  Náin sambúð borgfirsku safnanna fimm hefur skapað þróttmikið menningarstarf sem vakið hefur athygli og verið Borgarbyggð til sóma. Safnahúsið hefur þar gegnt megin hlutverki…