Safnahús

Viðburðaskrá 2017-2018

Í Safnahúsi er fjölbreytt starfsemi framundan og byggir hún á fagsviðum safnanna fimm sem í húsinu eru. Hér má sjá helstu viðburði á næstunni, á þessu og næsta ári, með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar. 2017 26. október kl. 20.00  – Fyrirlestur: Sigursteinn Sigurðsson fjallar um hönnunarsögu húsagerðar í héraði. 16. nóvember kl. 20.00 – Fyrirlestur: Heiðar Lind Hansson, efni tengt sögu Borgarness.  07. desember kl. 10.30 – „Þekkir þú myndina?“ Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir. 2018 06. janúar kl. 13.00 – Opnun sýningar á verkum eftir Guðrúnu Helgu Andrésdóttur. 18. janúar kl. 20.00 – Fyrirlestur: Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur fjallar um jurtalitun. 25. janúar kl. 10.30 – „Þekkir þú myndina?“ Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir.  15. febrúar kl. 20.00 – Fyrirlestur:  Már Jónsson sagnfræðingur segir frá höfundinum Jóni Thoroddsen.  22. febrúar kl. 10.30 – „Þekkir þú myndina?“ Gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir. 10. mars kl. 13.00 – Opnun sýningar á verkum Christinu Cotofana. 19. apríl kl. 15.00 – Tónleikar unga fólksins: „Að vera skáld og skapa.“  Tónlistarskóli Borgarfjarðar. 28. apríl kl. 13.00 – Opnun sýningar á verkum Áslaugar Þorvaldsdóttur. 01. september kl. 13.00 – Opnun sýningar á verkum eftir Steinunni Steinarsdóttur. 01. nóvember kl. 20.00 – Afmæli Hvítárbrúarinnar, Helgi Bjarnason blaðamaður.

Fann sjálfa sig á mynd

Það gerist stundum á sýningunni Börn í 100 ár í Safnahúsi að gesti safnsins er að finna á ljósmyndunum sem þar eru.  Þetta gerðist m.a. í gær þegar Ester Hurlen sótti sýninguna heim og var þessi mynd tekin við það tækifæri.  Ljósmyndin sem hún er á er úr safni Bjarna Árnasonar frá Brennistöðum í Flókadal og er tekin í garðinum við Ránargötu 9 í Reykjavík snemma sumars árið 1938. Ester var þá eins árs gömul en á sjálf eintak af myndinni og þekkti hana þess vegna aftur. Börnin sem þarna eru saman komin á myndinni eru fimm talsins, þar af eru fjögur systkini, þau Margrét, Regína, Gunnar og Sigurður, börn Gunnars Gunnarssonar og Hólmfríðar Sigurðardóttur sem þá áttu heima í húsinu.  Þar átti Ester einnig heima og er hún önnur frá vinstri á myndinni. Bjarni Árnason var fæddur árið 1901. Hann var sonur Árna Þorsteinssonar og Valgerðar Bjarnadóttur sem þá bjuggu á Brennistöðum og býr þeirra fólk þar enn.  Bjarni átti við vanheilsu að stríða frá barnsaldri og lamaðist að nokkru um þrítugt. Hann lærði bókband og kenndi það fag bæði við Hvítárbakkaskóla og Reykholtsskóla. Hann var sjálfmenntaður ljósmyndari og eru myndir hans merkar heimildir um mannlíf í Borgarfirði og…

Vetraropnun í Safnahúsi

Vetraropnun hefur nú tekið gildi í Safnahúsi og gildir fram að 1. maí. Er þá opið sem hér segir: Grunnsýningar á neðri hæð Opnar alla virka daga kl. 13.00-16.00. Sýningar á efri hæð (Hallsteinssalur): Opið á opnunartíma bókasafns kl. 13.00-18.00.   Bókasafn Bókasafnið er opið alla virka daga 13.00 – 18.00 árið um kring. Héraðsskjalasafn Héraðsskjalasafnið er opið 13.00 – 16.00 alla virka daga og einnig 08.00 – 12.00 skv. samkomulagi. Opið á öðrum tímum skv. samkomulagi og leiðsögn veitt. Sjá nánar um móttöku almennra hópa og skólahópa undir sýningar/hópamóttaka hér annars staðar á síðunni. Leitið frekari upplýsinga í síma 433 7200 eða sendið bréf á safnahus@safnahus.is.

Starfsemin á næstunni

Safnahúsið verður að venju með öflugt menningarstarf í vetur og hefst dagskráin í lok október með fyrirlestrum á sviði arkitektúrs og sagnfræði. Fimmtudaginn 26. október n.k. flytur Sigursteinn Sigurðsson arkitekt erindi sem hann nefnir „Mannvirkin og sagan: Húsahönnun í héraði.“ Nokkrum vikum síðar eða 16. nóvember, verður fyrirlestur Heiðars Lind Hanssonar sagnfræðings á dagskrá með efni úr sögu Borgarness. Sýningin Tíminn gegnum linsuna mun standa til áramóta, en þar eru sýndar ljósmyndir fjögurra ljósmyndara sem mynduðu mannlíf og umhverfi í Borgarnesi á 20. öld. Örsýning í minningu Dr. Selmu Jónsdóttur mun einnig standa til áramóta. Árið 2018 verður viðburðaríkt og skal fyrst telja að þá verða opnaðar fjórar listsýningar í Hallsteinssal. Sýnendur eru listakonur úr héraði: Guðrún Helga Andrésdóttir (janúar), Christina Cotofana (mars), Áslaug Þorvaldsdóttir (apríl) og Steinunn Steinarsdóttir (sept.). Ennfremur verða fyrirlestrar á dagskrá. Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur fjallar um jurtalitun 18. janúar og Már Jónsson sagnfræðingur um Jón Thoroddsen 15. febrúar.  Fyrirlestrarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Á sumardaginn fyrsta (19. apríl) kl. 15.00 verða lokatónleikar verkefnisins Að vera skáld og skapa, sem er samstarfsverkefni Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Safnahúss. Þar vinna nemendur skólans að tónsmíðum á grunni valdra texta borgfirskra skálda. Verkefnið er nú haldið í sjötta sinn. Í…

Hópar að haustinu

Þessar vikurnar er talsvert um að margs konar hópar komi í Safnahús og eru þá á haustferðalagi. Oft eru þetta vinahópar, en einnig félagasamtök eða hópar eldri borgara og  svo ekki síst skólahópar.  T.d.  mættu hressir krakkar í 4. – 6. bekk Grunnskólans í Borgarnesi í Safnahús fyrir stuttu til að kynna sér sögu Borgarness og skoða líkön af staðnum. Voru þau mjög áhugasöm og spurðu spurninga sem hver fræðimaður hefði verið stoltur af.   Aðal komutími skólahópa er hins vegar að vorinu og þegar líða fer á veturinn, eru þá kennarar með nemendur sína í ýmiss konar verkefnum sem tengjast safnkostinum. Þar er baðstofan frá Úlfsstöðum í Reykholtsdal (Hálsasveit) ekki síst mikilvæg, en hún er í miðju sýningarinnar Börn í 100 ár og gefur skýra mynd af mannlífi fyrri ára. Í Safnahúsi eru sem stendur þrjár stærri sýningar, þ.á.m. grunnsýningar hússins sem eru tvær  (Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna) á neðri hæð þess. Á efri hæð er Hallsteinssalur og þar er uppi ljósmyndasýning frá Borgarnesi í tilefni af 150 ára afmæli staðarins í ár. Þess má geta að grunnsýningar hússins eru báðar byggðar með safnfræðslu í huga, ekki síst til ungs fólks. Hönnuður þeirra beggja er Snorri…

Skápur eftir Helga frá Vogi

Byggðasafn Borgarfjarðar hefur tekið við merkum grip, skáp sem smíðaður var af Helga Helgasyni bónda í Vogi á Mýrum. Helgi var fæddur sama ár og Skaftáreldar hófust, eða 1783. Hann vann við smíði skápsins árið 1829 þegar hann lá í veri við selveiðar í Hvalseyjum við Mýrar og mun sjálfskeiðungur hans hafa verið eitt helsta smíðatólið. Helgi lést árið 1851. Þá bjó Helgi (1822-1883) sonur hans áfram í Vogi ásamt konu sinni Soffíu Vernharðsdóttur (1829-1869). Fjölskylda Helgi og Soffía áttu alls níu börn og komust fimm þeirra upp.  Þar á meðal var Rannveig Sigríður sem gift var Árna Bjarnasyni og bjuggu þau í Vogi. Skápurinn var þar hjá þeim þar til þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur árið 1917.  Rannveig og Árni bjuggu þar til að byrja með að Tjarnargötu 8, en fluttu árið 1933 til Sigurborgar dóttur sinnar á Brávallagötu 22. Þá var skápurinn farinn að láta nokkuð á sjá og var því málaður á ný í sama horfi og hann hafði áður verið. Það gerði Friðrik Guðjónsson (faðir Guðjóns Friðrikssonar, sagnfræðings) en hann mun hafa verið náfrændi Lilju Sigurðardóttur (1909-1997) sem var fósturdóttir Rannveigar og Árna. Eftir endurnýjun lífdaga var skápurinn fluttur aftur að Vogi en þau…

Ungir lesendur fá skírteini

Skyldur héraðsbókasafns eru margvíslegar og sumar einkar skemmtilegar. Síðastliðinn föstudag fór Sævar ingi Jónsson héraðsbókavörður í leikskólann Klettaborg í Borgarnesi til að afhenda þar lánþegaskírteini  til ungra lesenda.  Tilefnið var dagur læsis og bókasafnsdagurinn 8. september.  Héraðsbókasafnið hefur um nokkurt skeið afhent leikskólabörnum lánþegaskírteini með formlegum hætti.  Þess má einnig geta að síðastliðin tíu ár hefur einnig verið farið með svokallað bókakoffort í leikskólana og er markmiðið að auka aðgengi barnanna og foreldra þeirra að bókum og hvetja foreldra til að lesa fyrir börn sín. Í leiðinni er minnt á bókasafnið og hlutverk þess. Framkvæmdin er með þeim hætti að útbúið er bókakoffort í fallegum litríkum kassa.  Koffortið flakkar um deildir leikskólans og hverju barni gefinn kostur á að velja sér eina til tvær bækur í senn til að taka með heim og hafa í vikutíma.  Skemmst er frá því að segja að bókakoffortinu hefur verið afskaplega vel tekið, bæði af börnum og foreldrum þeirra.  Er starfsfólki skólanna þakkað gott samstarf um þetta verðuga verkefni.   –   Ljósmynd: Frá afhendingu skírteinanna/Guðbjörg Hjaltadóttir.

Skoða á sölu Safnahúss

Eins og fram kemur hér annars staðar á síðunni er Safnahús Borgarfjarðar í eigu sveitarfélagsins Borgarbyggðar, með þjónustusamningum við nágrannasveitarfélögin Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp. Byggðaráð Borgarbyggðar annast menningarmál og er jafnframt stjórn safnanna fimm sem í húsinu eru.  Safnahús er staðsett í gamla miðbæ Borgarness, þar er héraðsbókasafn og skjalasafn og tvær grunnsýningar byggða- og náttúrugripasafns, hannaðar af Snorra Frey Hilmarssyni. Byggðaráð hefur nú boðað mögulegar róttækar breytingar á safnastarfinu og var eftirfarandi bókað á fundi ráðsins þann 24. ágúst s.l.: „Umræða um safnamál í Borgarbyggð. Byggðarráð ræddi stöðu safnamála í Borgarbyggð í víðu samhengi. Rætt um að fá óháðan fagaðila í safnamálum til að vinna að framtíðarskipan safnamála í Borgarbyggð. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.“ Í framhaldi af þessu kom formaður byggðaráðs í Safnahús og skýrði málin fyrir starfsfólki. Þar kom fram að verið er að skoða þann kost að selja húsnæði safnanna við Bjarnarbraut. Er þá m.a. verið að horfa til þess að meiri tekjur vantar í rekstur Hjálmakletts í Borgarnesi, það hús var byggt árið 2007 og hýsir m.a. starfsemi Menntaskóla Borgarfjarðar. Byggingin var dýr og hefur verið sveitarfélaginu mjög kostnaðarsöm, ekki síst vegna stórra rýma í kjallara, sem nýtast illa. Auk þess að flytja héraðsbókasafnið…

Bókasafnsdagurinn 8. september

Næstkomandi föstudag verður hinn árlegi bókasafnsdagur haldin hátíðilegur á bókasöfnum landsins en dagurinn er einnig alþjóðadagur læsis.  Markmið dagsins er sem fyrr tvíþætt, annarsvegar að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og hinsvegar að vera dagur starfsmanna safnanna.  Íbúar og aðrir á starfssvæði Héraðsbókasafns Borgarfjarðar eru hvattir til að líta við á bókasafnið sitt þennan dag sem og aðra daga og kynna sér þjónustu safnsins og Safnahússins í heild en í tilefni dagsins verður boðið upp á konfekt. Í ár er bókasafnsdagurinn tileinkaður lýðræði og hlutverki bókasafna í lýðræðissamfélögum.  Í störfum safna birtist málefnið meðal annars í tengslum við bóklæsi, upplýsingalæsi, aðgengi að upplýsingum og efni, þekkingarmiðlun, jöfnu aðgengi og aðstöðu fyrir alla.  Bókasöfn eru hluti af lýðræðissamfélaginu. 

Sumarlestur 2017 – uppskeruhátíð

Í morgun var haldin uppskeruhátíð sumarlestrar og mættu ötulir lestrarhestarnir í Safnahús þar sem starfsfólk bauð til dagskrár undir stjórn Sævars Inga héraðsbókavarðar.  Alls lásu 22 börn 85 bækur í þessu átaki og átta þeirra hlutu lestrarvinninga.  Allir þátttakendur fengu svo viðkenningarskjöl ásamt lestrargóðgæti sem var barnaföndurbók og Andrés blað frá Eddu útgáfu. Einnig fengu þau muni frá Tryggingamiðstöðinni og Arion banka. Ekki komust allir þátttakendur á hátíðina en þeir sem ekki sáu sér fært að mæta geta vitjað vinnings og viðurkenninga í næstu ferð á bókasafnið.  Styrktaraðilum verkefnisins eru færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Á meðf. mynd (GJ) má sjá Sævar Inga Jónsson héraðsbókavörð fyrir miðju með sumarstarfsmenn Safnahúss sér til beggja handa, þau Sandra Sjabansson og Önnu Þórhildi Gunnarsdóttur.