Safnahús

Unga fólkið og Halldóra

Safnahús og Tónlistarskóli Borgarfjarðar stóðu fyrir tónleikum á sumardaginn fyrsta,  þar sem nemendur skólans fluttu frumsamin verk sín við ljóð Halldóru B. Björnsson. Verkefnið var stutt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Það hefur verið í undirbúningi síðan í september s.l. og hafa nemendurnir sett orð í tóna undir handleiðslu kennara sinna.  Fjölmenni var á tónleikunum og tala myndirnar sínu máli. Um þessar mundir eru liðin 110 ár frá fæðingu Halldóru B. Björnsson.  Voru fulltrúar fjölskyldu hennar viðstaddir tónleikana, m.a. dóttir hennar Þóra Elfa Björnsson sem var Safnahúsi innan handar við val á ljóðum í ljóðahefti og formála að því.  Hefur hún áður komið að ýmsum fræðiverkefnum fyrir Safnahús. Þetta er í fimmta sinn sem Safnahús og Tónlistarskóli vinna saman að verkefninu sem ber vinnuheitið „Að vera skáld og skapa“  og felst í að miðla bókmenntaarfinum og hvetja til listsköpunar  ungs fólks samkvæmt menningarstefnu Borgarbyggðar.  Áður hafa þessi skáld verið til umfjöllunar:   Guðrún Jóhannsdóttir (1892-1970), Guðrún Halldórsdóttir (1848-1930), Sigríður Helgadóttir (1884-1977). Valdís Halldórsdóttir (1908-2002), Guðrún Halldórsdóttir yngri (1912-2006), Guðmundur Böðvarsson (1904-1974) og Snorri Hjartarson (1906-1986). Eru öllum hlutaðeigandi færðar bestu þakkir fyrir alla þá vinnu sem lá að baki þessari fallegu stund í upphafi sumars.

Halldóru B. Björnsson minnst með tónleikum

Á sumardaginn fyrsta n.k. (20. apríl) verða haldnir tónleikar í Safnahúsi. Eru þeir hluti af samstarfsverkefni Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Safnahúss sem hafa á undanförnum árum unnið saman að listrænni sköpun ungs fólks á grundvelli borgfirskra bókmennta.  Á hverju ári er valinn höfundur eða þema sem nemendur skólans semja lög við. Útbúið er hefti með textum og fróðleik um höfund  þeirra, í samvinnu við fjölskyldu viðkomandi skálds.  Nemendur velja sér síðan texta og tónsetja hann. Þeir ákveða síðan flutningsmátann og flytja verkin, allt undir handleiðslu kennara sinna. Þetta verkefni hefur fengið afar jákvæð viðbrögð, bæði hjá nemendum skólans og fjölskyldum þeirra, svo og hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar.  Það byggir á ákvæði í menningarstefnu sveitarfélagsins um frumkvæði, sköpun og menningararf.  Uppskerutónleikar verkefnisins verða nú haldnir í fimmta sinn, á sumardaginn fyrsta.  Þar flytja á þriðja tug nemenda verk sín og  eru þeir yngstu í 1. bekk í grunnskóla. Tónlistarskólinn Borgarfjarðar fagnar 50 ára afmæli í ár og 164 nemendur stunda þar nám. Safnahús hefur verið við lýði í svipaðan tíma eða síðan um 1960. Báðar stofnanir eru í eigu Borgarbyggðar og vinna að þessu verkefni þvert á fagsvið sín undir heitinu: „Að vera skáld og skapa“. Verkefnisstjórar eru Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss og…

Borgarfjarðarbrúin – hópar og heimsmynd

Dagana 27.-28. maí næstkomandi verður blásið til landsbyggðarráðstefnu í Borgarnesi á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi í samstarfi við Safnahús, Reykjavíkur Akademíuna og Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Hér gefst tækifæri fyrir fræðafólk á fræðasviðum félags- og hugvísinda að leiða saman hesta sína og miðla af þekkingu sinni bæði til meðbræðra sinna og –systra en ekki síst að koma rannsóknum og niðurstöðum á framfæri út fyrir fræðasamfélagið Það eru miklar hræringar í samfélögum út um allan heim og svo hefur ef til vill alltaf verið. Hópar og hópvitund er grundvöllur samfélaga hvort sem það er í samtímanum eða fortíðinni. Hópar eru af ýmsum togum fjölmennir og fámennir og öll tilheyrum við mörgum ólíkum hópum. Hugtök eins og minnihlutahópar, jaðarhópar, elítuhópar eða innflytjendur heyrum við öll í daglegri umræðu. Yfirskrift ráðstefnunnar vísar í þessa ólíku hópa og mikið fleiri sem byggja samfélög í nútíð og fortíð og hvernig líf fólks mótast af því hvaða hópum það tilheyrir og ekki síst hvaða hópum það tilheyrir ekki. Hvað geta rannsóknir á sviði félags- og hugvísinda lagt af mörkum til að byggja brýr á milli hópa, auka skilning á áhrif þeirra á samfélög og dregið fram þá sammannlegu þræði sem liggja um öll…

Fjölmenni við opnun sýningar

Sýningin Tíminn gegnum linsuna var opnuð í gær að viðstaddri sveitarstjórn og sveitarstjóra, Gunnlaugi A. Júlíussyni sem flutti ávarp. Nefndi hann m.a. hversu mikilvægt það sé að halda sjónrænum heimildum til haga í samfélagi nútímans.  Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss flutti stutta tölu og ungir tónlistarmenn fluttu frumsamið lag og ljóð um Borgarnes, eftir Theodóru Þorsteinsdóttur. Alls komu ríflega tvö hundruð manns á opnunina og mátti víða heyra fróðleg samtöl um gamla tíma í Borgarnesi.  Sýningin stendur út árið 2017, afmælisár Borgarness.   Val mynda og textagerð annaðist Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur og hönnun sýningarinnar er unnin af Heiði Hörn Hjartardóttur. Sá elsti þeirra var fæddur 1896 (Friðrik Þorvaldsson) og sá yngsti árið 1952 (Theodór Kr. Þórðarson). Hinir tveir eru Einar Ingimundarson og Júlíus Axelsson.  Á meðfylgjandi mynd sést Heiðar Lind á tali við Theodór. Myndataka: Jóhanna Skúladóttir. Þess má geta að næsti liður í hátíðahöldum á vegum sveitarfélagsins vegna afmælis Borgarness er hátíðardagskrá í Hjálmakletti í Borgarnesi 29. apríl n.k. kl. 15.00, nánar auglýst síðar. 

Ársskýrsla 2016 komin á vefinn

  Ársskýrsla Safnahúss fyrir árið 2016 er nú fullbúin og hefur verið birt á vef Safnahúss: http://safnahus.is/arsskyrslur/ Árið var afar viðburðaríkt og þakkar starfsfólk Safnahúss öllum þeim fjömörgu sem þar lögðu hönd á plóg. Meðfylgjandi ljósmynd er frá einum viðburða ársins, þegar nemendur Tónlistarskólans fluttu eigin verk við ljóð Snorra Hjartarsonar á tónleikum í Safnahúsi á sumardaginn fyrsta. Freyr Dominic Jude M. Bjarnason  flytur verk sitt með aðstoð Jónínu Ernu Arnardóttur kennara við skólann. Við sama tækifæri var opnuð sýning á ljósmyndum af refaveiðimönnum í héraðinu eftir Sigurjón Einarsson ljósmyndara á Hvanneyri. Vakti sýningin mikla athygli og veitti verðmæta innsýn í refaveiðina. Myndataka: Elín Elísabet Einarsdóttir.

Borgarnes 150 ára – Tíminn gegnum linsuna

Þann 22. mars næstkomandi verður því fagnað að 150 ár eru síðan Borgarnes fékk verslunarleyfi. Þann dag heldur sveitarstjórn Borgarbyggðar hátíðarfund í Kaupangi, elsta húsi Borgarness, kl. 15.00. Því næst verður opnuð ný sýning í Safnahúsi og hefur hún hlotið heitið Tíminn gegnum linsuna. Þar verða sýndar ljósmyndir sem fjórir ljósmyndarar hafa tekið í Borgarnesi á 20. öld. Val á ljósmyndum og textagerð er í höndum sagnfræðingsins Heiðars Lind Hanssonar sem er annar tveggja höfunda að Sögu Borgarness sem kemur út um þessar mundir. Sýningarhönnun annast Heiður Hörn Hjartardóttir. Eftirtaldir ljósmyndarar eiga verk á sýningunni: Friðrik Þorvaldsson (1896-1983) Einar Ingimundarson (1929-1997) Júlíus Axelsson (1937-2016) Theodór Kr. Þórðarson (1952) Sýningin verður eins og áður kom fram opnuð kl. 17.00 miðvikudaginn 22. mars og verður húsið opið til 19.00 þann dag, eftir það verður hún opin alla virka daga 13.00 – 18.00. Frá 1. maí verður opið alla daga vikunnar, nánar kynnt hér á heimasíðunni. Þess má að lokum geta að laugardaginn 29. apríl n.k. kl. 15.00 býður Borgarbyggð til hátíðardagskrár í Hjálmakletti í Borgarnesi og verður forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson þar viðstaddur.  Sýningin Tíminn gegnum linsuna verður opin í tengslum við þann viðburð, nánar auglýst síðar. Ljósmynd með frétt: Borgarnes (Guðrún…

Ljósmyndasamkeppnin – verðlaunahafar

Sýningin Spegill samfélags var opnuð um helgina, en þar má sjá valið safn ljósmynda sem bárust í Ljósmyndasamkeppni sem Safnahús stóð fyrir.  Áttu myndirnar að vera frá Borgarnesi á árinu 2016.  Sýningin er fyrsti áfangi í afmælishaldi Borgarbyggðar vegna 150 ára afmæli Borgarness (1867-2017). Við opnunina flutti sveitarstjóri Borgarbyggðar, Gunnlaugur A. Júlíusson ávarp. Einnig var tilkynnt um verðlaunahafa fyrir þrjár bestu myndirnar og var þetta niðurstaða dómnefndar:  1. og 2. verðlaun: Sunna Gautadóttir,  3. verðlaun: Michelle Bird. Fyrstu verðlaun voru gjafir frá Beco ehf og er fyrirtækinu þakkaður stuðningurinn.  Var þetta vandaður þrífótur, myndavélataska og einfótur. Önnur verðlaun voru gott utanáliggjandi drif og hreinsibúnaður frá Tækniborg í Borgarnesi. Í þriðju verðlaun var gjafabréf fyrir kvöldverð fyrir tvo í Landnámssetri Íslands og þau hlaut Michelle Bird fyrir fallega mynd af börnum að leik í fjöru við Borgarnes. Sú mynd Sunnu sem hlaut 1. verðlaun var tekin á Sauðamessu í haust, en annað sætið var fyrir mynd af hestum í kjarrlendi við Borgarnes  með Hafnarfjall í baksýn.  Þess má geta að Sunna býr í Borgarnesi. Hún lauk námi í ljósmyndun í nóvember s.l. og hefur frá áramótum lagt ljósmyndun fyrir sig sem aðalstarf. Michelle Bird býr einnig í Borgarnesi og er myndlistarkona. Hún…

Spegill samfélags – sýningaropnun 14. janúar

Laugardaginn 14. janúar verður opnuð ný ljósmyndasýning í Safnahúsi og hefur hún hlotið heitið Spegill samfélags.  Aðdragandi hennar er  nokkuð langur, hann hófst í ársbyrjun 2016 þegar kallað var eftir ljósmyndum frá almenningi sem teknar skyldu það ár. Myndefnið skyldi vera Borgarnes í tilefni af væntanlegu 150 afmæli bæjarins (1867-2017).  Margir sendu inn myndir og á sýningunni má sjá 26 þeirra. Mun fleiri myndir bárust í keppnina og eru ljósmyndurunum öllum færðar bestu þakkir fyrir innsent efni. Allar myndirnar verða skráðar í safnkost Héraðsskjalasafns með góðfúslegu leyfi höfunda enda felst í slíkum myndum mikið heimildagildi um mannlíf og umhverfi Borgarness.  Í dómnefnd um val á þremur bestu myndunum og 26 sýningarmyndum voru þau Þorkell Þorkelsson, Heiður Hörn Hjartardóttir og Kristján Finnur Kristjánsson. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir góð störf. Beco ehf gefur fyrstu verðlaun. Ljósmyndarar sýningarmynda eru þessir: Ágúst Ágústsson  Borgarnesi Björn Bjarki Þorsteinsson  Borgarnesi Halldór Óli Gunnarsson  Borgarnesi Jóhann Snæbjörn Traustason  Borgarnesi Michelle Bird  Borgarnesi Maria del Carmen Ramirez Espinosa  Borgarnesi Ragnar Gunnarsson  Borgarnesi Sigrún Haraldsdóttir  Ytri-Njarðvík Sonja L. Estrajher Eyglóardóttir  Borgarnesi Sunna Gautadóttir  Borgarnesi Vernharður Atli Hjaltested  Akranesi Theodóra Þorsteinsdóttir  Borgarnesi Hönnuður sýningarinnar er Heiður Hörn Hjartardóttir, smíði annaðist Hannes Heiðarsson og prentun myndanna fór fram hjá Tækniborg….

Anna Þ. Bachmann – kveðjuorð

Anna Þórðardóttir Bachmann er látin, 88 ára að aldri.  Hún stóð vaktina í Safnahúsi í fjöldamörg ár ásamt manni sínum Bjarna Bachmann sem gegndi safnvarðarstarfi fyrir borgfirsku söfnin í aldarfjórðung.  Þar var mikið og óeigingjarnt starf unnið og ekki sett mörk á milli vinnu og heimilis. Margir eiga fallegar minningar um heimsóknir til Önnu á bókasafnið þar sem hún tók svo einstaklega hlýlega á móti gestum, ungum sem öldnum.  Safnahús og sú menningarstarfsemi sem þar fer fram stóð hjarta hennar alltaf nærri.  Hún heimsótti söfnin síðast í apríl s.l. ásamt fjölskyldu sinni og þá var þessi mynd tekin inni á Pálssafni, en það safn var tilkomið á starfstíma hennar hér.  Þegar hún fór viðhafði hún góð orð um Safnahús og hvatti til frekari sigra. Starfsfólk Safnahúss sér á bak góðum hollvini við fráfall Önnu Þ. Bachmann og sendir fjölskyldu hennar hugheilar samúðarkveðjur. f.h. annarra starfsmanna Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður