Steinasafn Þórdísar í Höfn

Sá mikilvægi áfangi náðist í Safnahúsi nú í maílok að lokið var við að greina, mynda og skrá steinasafn Náttúrugripasafns Borgarfjarðar auk þess sem búið var um gripina upp á nýtt og þeim komið í góðar geymslur. Þess má geta að þar með er Náttúrugripasafn Borgarfjarðar fyrsta safn sinnar tegundar sem skráir safnkost sinn í Sarp. Greiningu steinasafnsins annaðist Unnur Þorsteinsdóttir meistaranemi í jarðfræði en einnig komu Bryndís Ýr Gísladóttir og Rob Askew að verkinu. Ljósmyndun, skráning og frágangur var í höndum Halldórs Óla Gunnarssonar.  Verkefnið var stutt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Safnaráði Íslands.  Stærsti hluti safnsins er steinasafn sem Þórdís Jónsdóttir, Höfn í Borgarfirði eystra gaf náttúrugripasafninu  árið 1983.  Má nú sjá safn Þórdísar á www.sarpur.is með því að smella hér.  Fyrsta afhending Þórdísar kom árið 1978 þegar hún var á ferð í Borgarnesi og Bjarni Bachmann safnvörður ræddi við hana. Þá kom fram að hún vildi hvergi frekar vita af steinasafni  sínu en í Borgarnesi. Árið 1983 gaf hún safnið í heild sem  við andlát hennar gekk til náttúrugripasafnsins.  Þórdís var úr Mýrasýslu, fædd 8. júlí árið 1900, dóttir Kristínar Herdísar Halldórsdóttur (1868-1948) og Jóns Böðvarssonar (1856-1934) sem voru m.a. bændur á þremur bæjum í Norðurárdal, Hreðavatni, Hvammi og Brekku en bjuggu síðast í…

Sýningar – opnunartími – exhibitions

Sýningar Safnahúss eru opnar alla daga 13.00 – 17.00 á sumrin, frá 1. maí til 31. ágúst.  Aðgangseyrir er 1.200 kr. fyrir fullorðna (18 – 67 ára)  og  800 fyrir hópa (10+), eldra fólk og öryrkja. Ókeypis aðgangur fyrir börn að 18 ára aldri.  Grunnsýningar eru tvær: Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna.   Á efri hæð eru þrjár aðrar sýningar, sjá nánar undir sýningar hér annars staðar á síðunni. Exhibitions are open daily 1-5 p.m. May 1st – August 31st. Admission:  Adults (18 – 67 years) kr. 1.200. Groups (10+), seniors (67 years +) kr. 800. Children (-18): free of charge

Sumargjöf í minningu Björns Guðmundssonar

Í dag er alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi. Fulltrúar starfsmanna Safnahúss hófu daginn á fundi byggðaráðs sem tók við sumargjöf hússins til sveitarstjórnar á afmælisári Borgarness; veggspjaldi um Björn Guðmundsson höfund Bjössaróló. Fengu starfsmenn afar hlýjar móttökur hjá fundarmönnum.  Veggspjaldið hefur verið í smíðum um nokkurt skeið og er hugsunin að baki því að minna á hugsjónir Björns á sviði umhverfismála.  Spjaldið hannaði Heiður Hörn Hjartardóttir og textagerð annaðist Guðrún Jónsdóttir sem einnig á þar ljósmynd ásamt Theodór Kr. Þórðarsyni. Byggðaráð hyggst koma veggspjaldinu fyrir á stað þar sem margir eiga leið hjá og er það vel.  Á veggspjaldinu má sjá eftirfarandi texta: Bjössaróló í Borgarnesi Björn Guðmundsson og hugsjónir hans Björn Guðmundsson var fæddur árið 1911. Hann var trésmiður og vann lengst af hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Bjössi var langt á undan sinni samtíð á sviði sjálfbærni og minjaverndar. Meðal þess sem hann átti þátt í að bjarga frá eyðileggingu voru gömlu verslunarhúsin í Englendingavík í Borgarnesi. Bjössi var barnelskur mjög.  Árið 1979 hóf hann smíði róluvallarins, í næsta nágrenni við hús sitt á Vesturnesi og hélt honum síðan við og endurbætti. Hann lagði áherslu á að hafa leiktækin í náttúrulegum litum og vildi að börnin gengju vel um og umgengjust náttúruna…